Thursday, June 25, 2009

Vaknað snemma


Við þurftum að vakna kl. 5.20 til að við myndum ná að sjá condor-fuglana. Þeir eru helst á flugi milli 7-9 á morgnanna og þar sem Chivay er í tveggja tíma fjarlægð frá Colca canyon, þá var það bara harkan sex. Guttarnir tóku því auðvitað vel, enda íslensk hörkutól, en mikið svakalega var kalt!! Og það er sko ekkert verið að splæsa í upphitun á hostelinu, svo hitastigið í herberginu í herberginu þarna á myndinni var um 5°. Huggulegt að vakna í svona.... hehe. Það gerði það reyndar aðeins auðveldara að fara á fætur, að við sváfum eiginlega í öllum fötunum. Svo fórum við í "morgunmat", þar sem boðið var upp á hvítt loftbrauð (eins og á flestum hostelum), marmelaði og te. Guttunum var svo kalt að þeir létu sig hafa það að drekka te, ég skellti smá sykri út í það og þetta var hinn besti drykkur. Sykur líka góður í háa loftinu, og Chivay í ca 3500m hæð (held ég, allavega eitthvað milli 3-4000m).

No comments:

Blog Archive