Sunday, June 7, 2009

Ávaxtakallinn


Þarna er Gaui á þriðja degi í ávaxtahreinsuninni. Við hin tókum bara einn ávaxtadag og þótti nógu erfitt, hann hins vegar er harðari af sér og ákvað að taka fimm daga, eins og Spartan bókin segir til um. Maður má velja 1-5 daga og eins og ég hef sagt áður, þarna kemur líklega í ljós hver er mesta hörkutólið í familíunni.. Á myndinni er hann búinn að slátra hálfu papaya og fór létt með. Takið eftir fína ponsjónum! Þeir eru frábærir, ekkert smá hlýir, og það veitir ekki af því hér í kuldanum á kvöldin. Heitt á daginn og kalt á nóttunni. Eðal-blanda og við fáum sól á daginn og svo sofum við hrikalega vel hérna! Annar plús er að mýflugur þrífast illa í þessari hæð, svo það er lítið um bit, eiginlega bara ég sem fæ eitt og eitt.

3 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ,
við Baddy viljum kvitta fyrir okkur. Alltaf svo gaman að lesa ferðasöguna ykkar. Af hverju er Gauji í ávaxtahreinsun? spyr Baddy.
Og hvert farið þið næst?
Ástarkveðjur,
Sísí og Baddý

Vala said...

Baddý, ávaxtahreinsunin er góð áskorun til að athuga hversu sterkur maður er í huganum og hversu erfitt maður á með að breyta vananum sínum. En svo er þetta líka leið til að hreinsa líkamann af óæskilegum efnum sem hafa safnast upp vegna matar sem er ekki góður fyrir mann. Gaman að þið séuð að lesa bloggið mitt :) Við förum á næstu dögum til Colca Canyon, sem er eitt stærsta gil í heimi (er víst tvöfalt dýpra en Grand Canyon) um 1200m djúpt. Þar ætlum við að skoða okkur um og horfa á Gondora svífa um himininn. Svo verðum við hér í rólegheitum út mánuðinn, áður en það er Cusco og Machu Picchu!

Siggi Gutt said...

Fann loksins þetta blogg eftir að Þórður benti mér á það um daginn, hafði ekki hugmynd um þessa ferð ykkar. Helvíti er kallinn orðinn harður!
Kveðja,
Siggi Gutt

Blog Archive