Thursday, June 25, 2009

Colca Canyon ferðin


Við vorum auðvitað ansi spennt að leggja í hann til Colca Canyon eftir reynsluna af guidunum í "fundum ekki fossinn og lindin lokuð"-ferðinni, en guidinn í þessari ferð var flottur! Fyndið að fara í svona skipulagða túristaferð öðru hvoru þegar maður er orðinn vanur að stýra sér svona alveg sjálfur. Stoppað á fullt af stöðum og öllum í rútunni skipað út að taka myndir, allir hlýða, og tölta svo upp í rútu aftur og setjast í sömu sæti, alla ferðina. Við stoppuðum t.d. á þessum markaði og keyptum hlýja alpaca peysu af mömmu þessa litla barns, sem var auðvitað með mömmu í vinnunni, lengst uppi á heiði. Eitthvað var litli guttinn óánægður, vældi og kvartaði, en það þýddi lítið, mamma þarf að vinna. Reglulega komu rútur fullar af túristum, þá var guttinn lagður niður og fékk litla athygli fyrr en rútan fór og túristarnir með.

No comments:

Blog Archive