Thursday, June 25, 2009

Þjóðarréttur "utan-höfuðborgar-fólksins"


Gaui var auðvitað sjálfum sér samkvæmur

og pantaði sér ævintýralegan mat. Hann hafði heyrt um "guinea pig", nokkurs konar naggrís (eins og við höfum sem gæludýr heima...) sem er aðalfæða sveitafólksins. Ekki endilega vegna þess að það er svo gott á bragðið, heldur er þetta svo ódýrt kjöt og auðvelt í ræktun, eignast alltaf fullt af ungum og það oft á ári. Hann var samt soldið svekktur með þetta, því jú, það bragðaðist svo sem ágætlega, en hann hafði heyrt að sums staðar væri það borið fram í heilu lagi, haus, klær og alles, og hann hafði hlakkað svo til þess! Stundum veit ég ekki frá hvaða plánetu hann er....

No comments:

Blog Archive