Sunday, June 14, 2009

Hann Apríkósa


Hér er hann Apríkósa, góður vinur okkar. Hann býr á næstu hæð fyrir ofan og kemur oft í heimsókn til okkar. Hann er einhvers konar púðluhundategund, en soldið stærri en púðluhundarnir heima sem ég hef séð. Hann er ótrúlega skapgóður, geltir aldrei, en á það til að væla við hurðina okkar þegar við erum sein að opna fyrir honum. Hann er ferlega skemmtilegur og veit ekkert skemmtilegra en þegar við förum að djöflast úti í garði. Ef við erum að stökkva í armbeygjur eða eitthvað slíkt, þá tekur hann undir sig stökk og þeysist um garðinn eins og snarvitlaus maður/hundur og kemur svo tilbaka til að tjékka á hvort maður ætli að taka aðra armbeygju, því þá tekur hann sko annan sprett!!

No comments:

Blog Archive