Wednesday, June 3, 2009

Köngulóin


Mér fannst soldið sniðugt, að þegar ég hef verið að skoða myndir af Nazca-merkjunum í bókum og túristabúðum fannst mér alltaf minnst varið í köngulónna. Svo þegar við flugum yfir þá varð ég alveg heilluð af henni, hún var svo skýr og mér fannst þetta bara svo svakalega flott mynd. Svo eftir flugið, þá fengum við lítinn bækling með lista yfir hvaða Nazca-merki tengjast hvaða stjörnumerki. Og þá er það bara þannig að köngulóin er meyjan! Ég bara ræð ekki við þetta, ég sem tilkynnti mömmu (meyju) það hátíðlega hér um árið að ég myndi sko EKKI og barasta ALDREI giftast meyju, giftist ekki bara þessari líka svakalegu meyju, heldur laðast ég líka að meyju-könguló! Annað skrítið (svona ef maður fílar það á annað borð að gera mikið úr einföldum atriðum..) þá fannst Gauja kólibrí-fuglinn flottastur, og hann er náttlega bogamaður! ME!!

No comments:

Blog Archive