Thursday, June 25, 2009

Clive englendingur


Þarna er Clive, alger sprelligosi og ferlega skemmtilegur náungi sem var með okkur í ferðinni. Hann er á ferðalagi um Suður-Ameríku með frænda sínum sem er 18 ára, þeir ferðast um eins ódýrt og þeir geta, borða eins ódýrt og þeir geta (og eru því að borða á stöðum sem við viljum helst ekki borða á, ekki "bara" sóðalegt, heldur líka suddalega mikill suddamatur...) og þannig láta þeir peninginn endast lengur. Þeir hafa verið á ferðinni síðan í maí og fara heim til Englands í ágúst. Þeir voru ofsalega skemmtilegir ferðafélagar og Clive var alger barnakarl, alltaf að spjalla við Orra (þeir sátu saman í rútunni), kitla hann, leyfa honum að taka myndir á biluðu myndavélina sína og kalla hann "you cheaky monkey!!". Þarf ekki að taka það fram að Orri dýrkar hann, eins og Arnór og Viktor, því hann var stanslaust fyndinn og kátur, bauð Orra upp í dans á þessu skemmtikvöldi og þeir áttu sviðið, enda Orri ansi lítið feiminn við athygli.

No comments:

Blog Archive