Sunday, June 14, 2009

Á kaffihúsi við torgið


Þarna erum við að fagna 3ja vikna Spartan-kúrnum og að við vorum svona dugleg. Við Gaui með bjór og strákarnir með súkkulaði mjólkurhristing (maður segir jú ekki "milk-shake" Dídí mín!). Torgið fyrir aftan okkur þykir það fallegasta í Perú, bæði mikið af trjám á því og svo er það með hverja gullfallegu bygginguna allt í kringum sig. Sjáið t.d. eina þeirra á ,myndinni fyrir ofan. Þegar ég tók myndina var jarðskjálfti nýbúinn að ríða yfir, held hann hafi verið 4.9 á Richter, við fundum vel fyrir honum, en það er svo fyndið, maður er svo seinn að fatta. Við héldum bara að einstaklega þungur vörubíll væri að keyra framhjá, svo við héldum bara aðeins betur í bjórinn. Allavega þar til starfsfólk kaffihússins kom hlaupandi út á veröndina...

1 comment:

Anonymous said...

Vitanlega tölum við um mjólkurhristing :)
Slæmur sófi er hið besta mál þá er engin hætta á að detta í hann.
Keypti mér hjól í bílleysinu og ætla að hjóla í sumar og kaupa bifreið í haust.
hilsen Dídí

Blog Archive