Sunday, June 7, 2009

Bestu rúturnar í Perú


Þarna er rútan sem við komum með til Arequipa. Það eru alls konar "rútu-stig" sem maður getur valið og verðið eftir því, alveg frá því að vera gamlir amerískir skólabílar, sem teljast of hrumir til að vera skólabílar lengur (getið ímyndað ykkur ástandið á þeim, því ég verð að segja að skólabílarnir hafa nú ekki verið allra nýjustu módel... allavega ekki í Mosó!!) og upp í að vera þessar tveggja hæða rútur, öruggar, mjúk og stór sæti, tvö klósett, matur innifalinn og teppi og koddar yfir nóttina. Það er frekar ódýrt að ferðast með rútu hér, jafnvel þessum bestu, svo við höfum mikið notað þennan ferðamáta. Orðin vel sjóuð í rútuferðum :) Það eru sko engir smábílar hér á ferð!

No comments:

Blog Archive