Thursday, June 25, 2009

Condor


Þessi hafði gaman að því að fljúga yfir ferðamannahópinn, kom ansi nálgt okkur stundum, hefur líklega þótt fyndið hvernig öll andlitin á fólkinu breyttust í myndavélar, bara við það að hann blakað þessum tveggja metra vængjum. Líka spurning hvort hann væri að athuga hvort einhver ferðamannanna liti veiklulega út, Condorar eru jú hræ-ætur.
Ég sá fyrir mér góða hugmynd að auglýsingu þarna á svæðinu, þar sem fólk lagði svo mikið á sig til að ná flottri mynd, var klifrandi fram yfir kantinn sem mátti ekki klifra yfir, enda ca 1200m niður í gilið fyrir neðan: auglýsingin væri þannig að ferðamaður væri svo upptekinn við að ná myndum af Condorunum, sem stríddu honum með því að fljúga alltaf lengra og lengra út og ferðamaðurinn færi lengra og lengra út á kantinn, þar til að á endanum myndi hrynja niður. Þá myndi heyrast svona "muhahahaha" í Condurunum, þeir steypa sér að líkinu og berjast aðeins um það (ekki sýnt samt neitt ógeð, börn verða líka að njóta auglýsingarinnar..), en svo væri aftur skot á ferðamannahópinn, sem sér annan Condor nálgast, þau ætla að fara að ná góðum myndum, en þá sjá þau að Condorinn er kominn með myndavél dauða mannsins! Og hann er að taka myndir af heimsku túristunum!! Svo kæmi texti "Kodak 390, svo einföld, að allir geta notað hana!".

No comments:

Blog Archive