Thursday, June 25, 2009

Colca Canyon


Þarna sést soldið yfir gilið, það er gríðarlega djúpt og mikilfenglegt. Háir fjallgarðar allt í kring. Ekki gaman að detta þarna niður, en sumir túristarnir voru soldið í að klifra ansi nálægt brúninni til að reyna að ná góðum myndum af condorunum. Þeir búa þarna í gilinu, við sáum allt að 15 stykki, enda er þeim gefið vikulega. Einu sinni í viku er stórt dautt dýr sett í gilið til þeirra og þar sem þeir eru hræætur, eru þeir voða sáttir við þetta. Það eru þá t.d. dauðir asnar eða naut sem eru fæðan þeirra. Og kannski einn og einn fífldjarfur ferðamaður.... who knows?

No comments:

Blog Archive