Tuesday, June 30, 2009

Förum á morgun frá Avenida Emmel


Þarna erum við að njóta ísbúðarinnar í göngugötu Arequipa, hrikalega góður ís og svo selja þeir líka bjór fyrir þá sem vilja frekar svala þorstanum í sólinni, híhí. En nú heldur ferðalagið áfram, við förum frá Arequipa annað kvöld. Við erum búin að vera hér í 5 vikur, höfum farið í stuttar ferðir frá borginni, Colca Canyon, Misti og fleira, en það sem stendur líklega uppúr hjá okkur er samveran í íbúðinni sem við höfum haft á leigu. Þar er stórt eldhús, sem við höfum eytt mörgum stundum, hlæjandi og vinnandi og svo garðurinn sem er lítill, en alveg frábær. Þegar ég vakna á morgnanna er oft það fyrsta sem ég geri að draga gardínuna frá glugganum og svo leggjast aftur í rúmið, því garðurinn iðar af fuglalífi. Þeir koma af öllum stærðum og gerðum, rótandi í laufunum, rekandi aðra fugla í burtu, étandi maurana og annað smálegt sem þeir finna, og það er ferlega næs að vakna við svona líf. Sólin er mætt í garðinn um 9-leytið, er strax hlý og góð og er svo alveg til um 3-leytið. Ýmislegt brasað í þessum litla garði!

No comments:

Blog Archive