Saturday, June 20, 2009

Þarna er þetta fína hús


Við vorum á gangi þarna í eyðimörkinni og rekumst bara á þetta hús, alveg upp úr þurru. Við heilsuðum fólkinu "Buenos dias!!" eins og heimsmennirnir sem við erum, bóndakonan tannlausa en vinalega benti eitthvað til vinstri um leið og hún kallaði "senora!!" en við eltum guidinn okkar, sem var að bögglast eitthvað með gult plastband sem var búið að strengja yfir veginn. Þegar köllin fóru að hækka í vinalegu, tannlausu, bóndakonunni þá fórum við hlusta á hana og þetta reyndist sem sagt vera leiðin að gilinu sem hún var að benda á. Furðulegt með svona leiðsögumenn og völdin sem þeir hafa, maður mætir á staðinn, er sagt "this will be your guide!" og þar með er hlutverkum úthlutað! Þó svo það komi upp aftur og aftur og aftur og aftur atriði sem sýna að guidinn þekkir ekki svæðið frekar en þú, þá trúir maður alltaf á hann, aþþí þöj ððrögðu "this is your guide!!".

1 comment:

Anonymous said...

,,Fína hús"

Kv. Guðmundur

Blog Archive