Wednesday, June 3, 2009

Jei, allir kátir..


..voða spennó að fara í flug til að skoða eitt af undrum veraldar, sjálf Nazca merkin.

Það er í raun furðulega lítið vitað um þessi merki, aldurinn á þeim t.d. talinn vera milli 1300-2200 ára, og tilgangurinn er einnig ansi umdeildur. En allir eru sammála um að þetta eru merki sem eru stórmerkileg og við ákváðum að skella okkur í flug til að sjá þau sem best. Það var búið að segja okkur að því minni vél því betra útsýni, því þá væri hægt að beygja og sveigja að vild. Ég er nú ekkert heimsins mesti flugaðdáandi, en ég vildi ekki missa af tækifæri að sjá þessi merki úr lofti. Flugmaðurinn var reynslubolti mikill og smá bolti meira að segja, en það virtist ekki hafa áhrif á jafnvægi vélarinnar, því hann raðaði Gauja fyrir aftan sig vinstra megin og ég og Orri vorum til að vega á móti hægra megin. Kannski var ég bara OF mikið að pæla. Flugvélin fór strax í gang, svakaleg læti, eins og að vera í gömlum Willis-jeppa og við vorum innan skamms komin í loftið. Rosa gaman. Ég sat fremst, við hliðiná flugmanninum, og heyrði í öllum mælum og það gat verið smá stressandi þegar hann tók stífar beygjur, til að sýna okkur sem best merkin, þá fóru ÖLL möguleg og ómöguleg viðvörunar-píp í gang, en það truflaði flugsa ekki heldur! Þetta var svakalega eftirminnileg ferð, þrátt fyrir smá kvíða og ég vildi ekki hafa sleppt henni! En ég sagði mömmu ekki frá þessu fyrr en eftir á, og hún var voða þakklát essku kjéddlan.

No comments:

Blog Archive