Tuesday, June 30, 2009

Santa Catalina klaustrið

Í þessar skálar söfnuðu nunnurnar vatni upp úr uppsprettum þarna í kring, enda dagarnir yfirleitt heitir, sólríkir og það rignir eiginlega aldrei hérna. En þær höfðu mikinn gróður í kringum sig, ofsalega mikið af blómum og fallegum trjám og þau þurfa jú vatn, eins og nunnurnar svo sem...
Klaustrið var fallegt og arkitektúrinn svakalega fallegur. Það var "gaman" að koma þarna, en ég verð að viðurkenna að ég á voðalega erfitt með að skilja hvað er á bak við þessa löngun til að loka sig frá þjóðfélaginu, eiga ekki samskipti við það nema í gengum tvöfalda hlera og telja sig svo vera að gera heiminum gríðarlegt gagn, með því að vera að biðja fyrir honum frá kl. 5 á morgnanna. Nú má ekki misskilja mig, ég trúi á mátt bænarinnar og finnst mjög gott að vita að fólk er að biðja fyrir okkur öllum, en ég gat ekki annað en pælt í því, hvort þær hefðu ekki getað gert meira gagn utan veggja klaustursins, allavega með því að fara daglega út og gera eitthvað áþreifanlegt til að hjálpa fólki. Fátæktin var og er gríðarleg í Perú, og alltaf verk að vinna alls staðar. Af hverju ekki að fara út í nokkra klukkutíma á dag og taka til hendinni? Það voru bara fáar útvaldar sem fengu að gera það. Svo voru ógurlegar hetjusögur um abbadísir fortíðarinnar, sem létu hengja sig upp á kross, föstuðu dögum saman og völdu að láta líkamann þola alls konar þjáningar til að sýna styrk trúar sinnar. Ég er á móti öfgum, svo einfalt er það. Og þetta eru öfgar. Svo mér leið ekkert voða vel eftir að hafa verið þarna og gat engan vegin skilið fólk sem gekk um gangana í klaustrinu og tók upp á video hvert einasta skref! Hvenær vill maður skella þessu í tækið og horfa aftur á 3ja tíma ferð um klaustuveggi? I don´t know, en það er nú svo margt sem ég ekki skil... og sérstaklega ekki ýmis atriði í kaþólskri trú..

No comments:

Blog Archive