Sunday, June 7, 2009

Órói í Perú


Nú er ástandið í landinu ekki nógu gott. Það hafa verið mikil mótmæli síðustu vikur í Amazon-skóginum, þar sem "natives" eru að mótmæla yfirtöku stjórnvalda á landsvæði sem þeir telja sitt. Svæðið er mjög ríkt af olíu og því hafa stjórnvöld ákveðið að taka svæðið af þeim, svæði sem þeir og þeirra forfeður hafa búið á mjög lengi. Síðasta föstudag sauð uppúr fyrir alvöru, herinn/lögreglan mætti á svæðið til að taka niður "road-blocks" sem frumbyggjarnir höfðu sett upp og í raun braust út stríð. Frumbyggjarnir tóku á fjórða tug gísla úr hópi lögreglumannanna og herinn skaut á þá úr þyrlu (á móti boga og örvum frumbyggjanna. Mjög margir létust. Yfir helgina var svo ráðist í að frelsa gíslana og enn fleiri létust. Þetta er að gerast langt frá Arequipa, en þegar við vorum að labba um miðbæinn í dag sáum við heilmargt fólk sem var hengja upp blöð hjá stærstu kirkjunni í bænum, þar sem á voru ritaðar beiðnir til stjórnvalda og hersins, um að hætta að myrða bræður þeirra, "eitt Perú" og ákallanir um frið í landinu. Við verðum lítið sem ekkert vör við þetta á annan hátt en þetta og svo það sem við getum lesið í fjölmiðlum. Engar áhyggjur af okkur, þetta er langt í burtu. En þetta er sorglegt.

8 comments:

Anonymous said...

hæææ... rosalega gaman að heyra í ykkur :) Myndirnar eru æði og þið eruð æði ;);* Knús úr Bryggjunni

Anonymous said...

Dásamleg upplifun er þetta hjá ykkur. Ég er farin að horfa til fjalla eins og þið :) en ferðast mest í huganum ennþá en úr því rætist innan skamms.
Björninn fer í sumarfrí á morgun og ég les danska doðranta fordi Dansk er sjovt språg :) Kveðja til ykkar allra - hlakka SVO TIL að sjá ykkur. Dídí

Vala said...

Æi takk sætustu stelpurnar mínar!! Erna, þúrtæði!! Dídí mín, þú mátt alveg vera á fjöllum í sumar, ef þú lofar að fara varlega og vera tilstaðar að taka á móti mér í Stóragerðinu í haust!! Og koma í "ris a al man" á aðfangadag næstu jól :)

Anonymous said...

Búinn að lesa síðustu daga hjá ykkur og þetta er ævintýri frá morgni til kvölds og líka þess á milli hjá ykkur!!

Flott mynd af kallinum að slavra í sig papaya sem er æðislega seðjandi og gott - svipurinn á honum minnir á Freyju þegar hún fær annað en þurrmat... Mikið held ég að hann hafi notið þessarar máltíðar! Ponchoinn er flottur líka eins og hann.

Myndin úr "tími í skólanum" er líka frábær - minnstistubbur aðeins að hvíla hugann og horfa á stórastubb..:-)

Svo er þetta með matinn í Salta í Argentínu - þetta er delikatessa og synd að þið skilduð ekki njóta þessa að borða svínaþarma og það sem á þeim hangir :-) Tusche: Franska og þýðir Se la vie...

Rosalega gaman að fylgjast með og svo er bara að njóta og vera slakur og slök - þetta með að "koma heim og taka áþí" kemur nógu snemma. CARPE DIEM!!!

Heyrumst og sjáumst!

St. Gummi St.Bernard St.KR og bangsi að eðlisfari :-) Kossar frá Maríu, Gerðu, Gunna og Freyju!

arna said...

Halló! Ég hef ekki kíkt hingað inn í svolítinn tíma og á svona kílómetra af bloggi ólesinn :) Ætla að geyma það aðeins fyrst ég ætlaði snemma að sofa í kvöld ;) Hlakka til að lesa og skoða myndirnar!
knús, arna

Vala said...

Nei, Gummi það hefði verið gaman að upplifa þessa þarma með fleirum, gæit verið að ég hefði verið í aðeins minni fýlu þegar ég kom út af veitingastaðnum hahaha! En ég átti kex í töstkunni minni, því var skipt á milli allra, 1 1/4 kex á mann og það reddaði okkur fram að næstu dimmu holu (búð, eins go þær eru flestar hér, pínulítil, dimm, troðfull og einn lítill krumpaður einstaklingur situr í felum bak við dósir og gos til búinn að afgreiða).
Við njótum hvers dag!! Seize the day!! Sammála því :) Og svo hitt slagorðið okkar, úr ketilbjöllunum;

We show mercy, but don´t ask for it. Never, never, never surrender!!

Anonymous said...

vissuð þið að cristiano ronaldo er að fara til real madrid

Anonymous said...

Sæl og blessu
Ákvað að láta vita af mér þar sem ég les bloggið reglulega og finnst mjög gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar en það var gott að fá ábendingu um að skilja eftir comment ;)
Haltu áfram að vera dugleg að skrifa Vala, og sjáumst hress á klakanum í sumar.
kv Ranný og co

Blog Archive