Thursday, June 25, 2009

Á hæsta punkti


Hér erum við á hæsta punkti í ferðinni, 4910m og maður fann alveg fyrir því. Ég prófaði að gera nokkrar hnébeygjur og það tekur ekki margar endurtekningar að ná mæðinni upp. Ég stillti Gauja auðvitað við steininn sem á er skrifað "Volcan Misti, 5825m" og ef vel er skoðað þá sést glitta í toppinn á El Misti í beinni línu fyrir ofan hægra eyrað á Gauja. Hann gekk á fjallið í síðustu viku, fór í tveggja daga ferð, ásamt tvítugum frakka, perúmanni, austurískri kærustu hans og svo guidinn. Fyrst var tjaldað í 4600m hæð, nístandi kuldi, farið að sofa kl. 6 og allir vaktir kl. 1 um nóttina til að hefja gönguna á toppinn í myrkrinu. Kuldinn var svakalegur, allir með bankaræningjahúfu og ljós á enninu. Ýmist gengið í möl eða stórgrýti og ferðast áfram í hænufetum, því loftið er svo þunnt að minnstu átök kosta mikla mæði. Frakkinn sem hafði verið manna hressastur daginn áður gafst upp í 5100m hæð, leið illa, en restin af hópnum barðist áfram og komst á toppinn kl. 9.10 um morguninn. Alger stórsigur, og Gaui gríðarlega ánægður með árangurinn, enda þessi ferð á fjallið fallega, eitt það erfiðasta sem hann hefur gert!!

No comments:

Blog Archive