Friday, February 27, 2009

Stór "Hljómskálagarður"


Í ca. tíu mínútna göngufæri er stór almenningsgarður, þar sem meðal annars fótboltasvæðið þar sem strákarnir æfa, er. Garðurinn minnir okkur soldið á garðana í Odense, fólk liggur hér og þar í grasinu, kelandi, æfandi eða sofandi. Mikið dýralíf er í garðinum, fuglar og pöddur, en það er laaaangmest af hundum. Þetta er greinilega einhver samkomustaður hundaeigenda, og einnig hundapassara. Við hér um bil hvert tré í garðinum eru bundnir 5-7 hundar, geltandi og vælandi, dillandi rófunni og bara yfirleitt í mega góðu skapi. Svo gengur fólkið á milli og tekur nokkra með sér, röltir með þá hring eða að kaffistandinum, fer svo tilbaka og sækir næsta hóp. Hundarnir virðast skemmta sér vel í svona stórum hópum, við höfum mest séð einn mann með 14 hunda í bandi af hinum ýmsustu stærðum og gerðum.

1 comment:

Anonymous said...

Frábært að vanda að lesa þig Vala en hér missti ég þráðinn "fólk liggur hér og þar í grasinu, kelandi, æfandi eða sofandi" - Æfandi hvað? do-do? Ekki eru þau í bjöllunum :-) Astalavista eða hvað það heitir og Gumma grasias for se total mucho photos.... Flottar myndir og rosalega gaman að lesa og skoða. Hlakka til þegar þið eruð komin til Antartica.. það er COOL .... :-)