Sunday, February 1, 2009

Cristo Redentor


Við fórum síðasta fimmtudag að sjá Kriststyttuna, sem vakir yfir Ríó. Við vorum búin að vera hér í tvær vikur og frúin var orðin ansi hreint langeyg eftir smá sightseeing. Gaui er svo mikill karl í sér, hann fílar svo vel þetta einfalda líf, að æfa, borða, sofa, að ég þurfti að gefa honum rækilegt spark í rassinn til að drífa hann í skoðunarferð. Honum finnst auðvitað gaman að skoða og sjá fallega hluti, en einhvernvegin var hann pooooollllllrólegur yfir þessu. Maxwell hefur útskýrt þetta þannig að BJJ (eða Brazilian Jiujitsu) sé "a jealous girlfriend, that doesn´t leave energy for anything elsa" hehe. Og það er svo sem rétt, við erum gersamlega búin á því stundum, þérstaklega ef við höfum farið bæði á morgun- og kvöldæfingar. En það var frábært að sjá styttuna. Hún er 30 metra há, og þvílíkt þrekvirki það hefur verið að byggja hana, koma byggingarefninu þarna upp. Hún var kláruð 1931, 9 árum á eftir áætlun. Hún er glæsileg!! Svo inni í henni, eða inni í stallinum réttara sagt, er lítil kapella, þar sem fólk var að syngja og hljóta blessun prestsins. Þetta var ansi magical :) Þið sjáið glitta í styttuna efst á fjallinu.

No comments: