Friday, February 27, 2009

Dýragarðsferð


Fórum í dýragarðinn í fyrradag. Hann er nokkuð stór og inni í miðri borg. Garðurinn hefur þá stefnu að hafa eingöngu dýr sem ýmist hafa alist upp í dýragarði og gætu ekki komist af í náttúrunni, eða dýr sem hefur verið bjargað frá dauða. Þetta er skemmtilegt svæði og flest dýrin hafa gott pláss og líður vel. Sá eini sem var eitthvað letilegur í hitanum var greyið ísbjörninn, hann lá á maganum í sólinni, með alla útlimi úti og dormaði. Skiljum ekki af hverju hann fór ekki í skuggann, eða í vatnið sem hann var með, en kannski geta meira að segja ísbirnir lært að elska hitann...? Þessi úlfaldi var nú ekkert að splæsa brosi á okkur þrátt fyrir að líða ágætlega. Slefaði eiginlega bara að okkur. Viktori finnst hann minna á Þórð húsvörð... (vil taka það fram að hann er að meina þennan sem Laddi leikur, ef það skyldi nú vera Þórður húsvörður í Varmárskóla).

No comments: