Friday, February 20, 2009

Sá stóri!!


Eftir Paragvæ var stefnan tekin á Igazu fossana aftur, núna á þann stærsta, „Garganta del Diablo“, eða The Devils Throat. Við bjuggumst við einhverju stóru, kannski svipað og Dettifoss, en vorum ekki alveg viðbúin SVONA stóru. Kíkið á myndina, þetta er stærsti hlutinn af fossinum, hann næst ekki allur á myndina, hann er svo breiður og við svo nálægt, en vatnsmagnið er yfirþyrmandi. Við komumst eiginlega alveg upp að fossinum, sjáum hann ofan frá og maður fær á sig vatnsgusur og varla er hægt að tala saman fyrir hávaða. Svo var alveg magnað að fylgjast með fuglum sem eiga hreiður bakvið fossana. Þeir eru víst einu fuglar í heimi sem geta þetta, þeir hreinlega stinga sér inn í fossinn, fljúga í gegn og gera hreiður bakvið vatnið. Þegar maður horfir á þetta hugsar maður „þetta er ekki hægt“, en það hefur greinilega enginn sagt fuglunum það, þeir bara gera það samt og geta það! :)


Svo er það bara rútuferð aftur í dag, föstudag. rútan fer kl. tvö og eftir litla 18 tíma verðum við komin til Buenos Aires. Virðist vera að við séum að finna íbúð þar, verður spennandi hvort það gangi, er víst í Palermo-hverfinu, öruggt hverfi og skemmtilegt segja heimamenn.

No comments: