Tuesday, February 24, 2009

Ferðalög geta verið lýjandi


Arnór hérna þungt hugsi eftir að við vorum rétt nýkomin í íbúðina. Gaman að fylgjast með því hvernig þeir guttarnir bregðast misjafnlega við nýjum stöðum og svo líka hversu mikið auðveldara þeir eiga með þetta núna, heldur en fyrst. Í byrjun ferðarinnar, í ágúst, voru Arnór og Orri frekar óöruggir og þurftu mikinn stuðning og hvatningu til að prófa nýja hluti. Viktor var rólegri, var eins og blóm í eggi strax í New York, eins og hann hefði aldrei gert annað en að ferðast milli staða og stórborga. Núna eru Arnór og Orri líka orðnir miklu öruggari. Kom mjög vel í ljós í dag þegar þeir fóru á sína fyrstu fótboltaæfingu hér í Buenos Aires. Ég mætti með þá, fullt af guttum á svæðinu, þeim sýnt hvaða hóp þeir áttu að fara í og fóru þangað. Ég sá að Arnór spurði þjálfarann hvort einhver talaði ensku, fékk svarið að það væri nú ansi lítið. Arnór hummaði bara og dembdi sér svo bara í æfinguna. Ekkert mál!! Gaman að sjá svona aukið sjálfsöryggi hjá þeim og ég held það sé alveg á hreinu að þeir eru að læra ofboðslega mikið á þessari ferð.

1 comment:

Unknown said...

það er fallegt að lesa þetta Vala mín. Sjálfsörugg og lífsglöð börn. maður kaupir þau ekki í búðum né særir þessa þætti fram í þeim með helgarnámskeiði hjá Dale Carnegie.
Er stoltur af ykkur foreldurnum. klapp á bak og kveðjur til allra. Siggi Ólafs.