Friday, February 27, 2009

Fótboltasvæðið..


..er í miðri stórborginni og háýsin allt í kring eins og þið sjáið á þessari mynd, þar sem Arnór er að fara að taka innkast. Æfingasvæðið eru sex gervigrasvellir, allir afgirtir, og svo er risastór girðing í kringum allt, með járnhliði sem er læst með hengilás. Svo þegar æfingin byrjar, koma krakkarnir að hliðinu, bara svo inná vellina með sínum þjálfara og þegar æfingin er búin, mynda þau röð og foreldrar kallaðir upp til að taka á móti barninu áður en því er hleypt út úr girðingunni. Ef foreldri er ekki komið, fær barnið ekki að fara út, það er sem sagt mjööög mikil gæsla hér. Liklega eitthvað sem er þörf á, enda margur misjafn sauðurinn þegar stórborgir eru annars vegar.

No comments: