Friday, February 20, 2009

Paragvæ


Í gær, létum við svo verða af því sem mig hefur langað til að gera, að fara til Paragvæ í smá skottúr, bara til að hafa nú aðeins komið þangað, þótt stutt væri. Við fengum leigubílstjóra sem hóteleigandinn pantaði fyrir okkur, hann átti að vera með okkur héðan frá hótelinu, að rútustöðinni til að kaupa miða, yfir til Paragvæ, tilbaka og svo út að fossunum, því við áttum eftir að skoða stærsta fossinn, sem heitir svo sjarmerandi „Háls Djöfulsins“. Paragvæ er töluvert fátækara land en þau sem ligga í kring, og þegar við höfum spurt Brasilíubúa að því hvernig Paragvæ væri, þá setja þeir upp svip og ein sagði meira að segja „Nothing to see there, waste of time!“. Soldið skrítið og við erum svo sem ekki alveg til í að samþykkja það. Við kíktum sem sagt aðeins inn í Paragvæ í dag, það þarf að fara úr Argentínu, yfir til Brasilíu og þaðan yfir til Paragvæ. Fylla út soldið af pappírum og svona, en það var þess virði. Eftir rútustöðina þurftum við að stoppa í bankaautómat og leigarinn vissi af einum í casinóinu sem liggur einmitt nálægt landamærunum. Gaui stökk inn, náði í pening og sagði okkur frá reyknum og dimmunni þarna inni í þessum skrítna heimi. Svo var keyrt að passaskoðun og þegar kallinn var að skoða passana okkar, grafalvarlegur, stekkur Gaui upp í sætinu því hann fattaði að hann hafði gleymt símanum sínum! Ok, leigarinn reddar því nú fljótt, keyrir bílinn 5 metra, þannig að við leggjum bara við dyrnar á passaskoðunarkofanum, sem sagt á landamæralínunni, tekur passann hans Gauja og Gauja út úr bílnum og segir öllum landamæravörðunum: „Hann gleymdi símanum sínum í Kasínóinu! Við sækja!“. Svo tölta þeir af stað yfir landamærin og skildu okkur eftir í leigubílnum, á landamærum Argentínu og Paragvæ. Þarna sátum við meðan gleymni(=fulli) fjárhættuspilarinn sótti símann sinn í Kasínóið. Fengum þó nokkur samúðaraugnaráð frá landamæravörðunum, enda sátum við fjögur í klessu aftur í leigubílnum, sem var nú ekki af nýjustu gerð. Gaui kom þó aftur, leigarinn líka, og við fengum að sjá örlítið Paragvæ. Það er ansi sérstakur bær, Ciudad del Este sem liggur á landamærunum. Mikill sölubær, fólk fer héðan og frá Brasilíu til að kaupa sér ódýrar rafmagnsvörur, og um leið og við vorum komin út úr bílnum í bænum, þá hrúgaðist að okkur sölufólk að bjóða ilmvötn, sokka, magaþjálfara og ég veit ekki hvað. Ansi ýtið fólk, tók engum nei-um, hélt bara áfram og furðulegt hvernig stemningin getur snarbreyst á ekki stærra svæði. Hér í Argentínu er nefninlega mikið um sölufólk, en það ýtir aldrei á mann ef maður bara neitar. Virðist vera meiri fátækt og meiri... ekki örvænting.. en miklu meiri og sýnilegri samkeppni um að lifa af, og greinilegt að aðkomufólkið er mikil lífæð, því við fengum hrúgu af sölufólki á okkur. Samt skilst mér nú að þetta hafi verið lítið miðað við Indland þegar Gaui var þar 2007. Við keyptum aðeins hjá þeim í Paragvæ, Gaui hér á myndinni með landsliðsbúninginn þeirra, sem hann keypti sér. Alltaf með soft spot fyrir fótboltatreyjum!!

2 comments:

Anonymous said...

Thróttarahjartad klikkar aldrei Gaui minn! Kv. KG

Anonymous said...

Nákvæmlega, Mr. Grímsson! Varð bara að kaupa þessu treyju og líður mjög vel í henni. Liiiifiiiii (með Dóra Gylfa röddu).... Paraguay