Friday, February 27, 2009

Dýrin í Amazon


Þessi æðislegu fiðrildi er að finna í Amazon-regnskóginum. Það var hús með alls konan skordýrum í dýragarðinum, ýmist lifandi eða dauð, og dýrin sem finnast í þessum stóra skógi eru svakaleg. Litadýrðin á fiðrildunum gerði að mig langaði nú soldið að fara í Amazon, en svo þegar ég sá hin kvikindin, þá var ég svo sem alveg sátt við að sleppa því. Við höfum farið mikið fram og tilbaka með það hvort við ættum að taka ferð í Amazon, en ákváðum að hættan á malaríu og öðrum sjúkdómum væri aðeins of mikil. Ef við værum ekki með litla gutta í ferðinni, þá myndum við slá til. Amazon-ákvörðunin var sett í nefnd, setta fimm nefndarmeðlimum, sem unnu hratt og örugglega. Nefndin ákváð að við myndum taka góða Amazon ferð þegar þeir eru komnir kringum tvítugt. Þá verður farin ævintýraferð í frumskóginn!! Eitthvað í kringum 2018-9.

No comments: