Tuesday, February 24, 2009

Fyrir utan húsið


Þarna erum við komin í háhýsið sem við búum í og vorum að bíða eftir leigusalanum. Gaui hafði talað við hann í síma frá rútustöðinni og hann talaði enga ensku. Svo Gaui, á sinni menntaskólaspænsku, taldi sig hafa skilið kallinn rétt, að við ættum að hittast fyrir utan húsið. Þar biðum við lengi vel og nörtuðum í sólblómafræ sem ég hafði keypt í Puerto Igazu.

Eitthvað erum við nú að verða harðari af okkur í sambandi við pöddur, því við vorum öll búin að fá fræ í lófann og kjömsuðum á þeim, þegar ég kíki í dósina og sé bara nokkrar skríðandi pöddur þar ofan í. Ég hætti við að fá mér aðra lúku og lét hin vita af þessu. Strákarnir skyrptu fræunum út úr sér án þess að segja neitt, en Gaui stóð bara og japlaði. Ég hugsaði bara, "nú.. honum er líklega alveg sama" þegar ég sá hann demba restinni upp í sig og fer til að henda dósinni. Svo kem ég tilbaka, og segi lágt, eiginlega við sjálfa mig "soldið pirrandi þegar það eru pöddur í matnum sem maður kaupir..". Þá heyrist í Gauja "HA.. PÖDDUR...??". Þá hafði hann bara ekki heyrt í mér, en ég haldið að hann væri bara svona cool á þessu og var ekkert að æsast yfir þessu. En svo var þetta bara gleymt, enginn að vesenast yfir þessu, eða kúgast eða neitt slíkt. Allir búnir að éta pöddur... pirrandi... en hey, so what... hmm.

Svo endaði nú með því að leigusalinn kom og hann mætti með bróður sinn, sem kunni smá í ensku, svo þetta gekk bara ágætlega og íbúðin er lítil en alveg allt í lagi. Þeir vildu leiga okku aðra íbúð í næsta hverfi, þegar þeir sáu að við værum fimm, en hún kostaði töluvert meira og okkur er alveg sama þótt við séum ekki í "hús og hýbýli", bara aðalatriði að það sé öruggt hverfi, svefnstaður fyrir alla og eldhús og bað. Þá erum við góð. Svo er náttúrulega eitt sem er frábært, það er að við erum svo hátt uppi að það nenna ekki maurar eða mýflugur hingað upp!!

2 comments:

Anonymous said...

Yndislegt - pöddur eru svo hollar - ekki satt ?
kveðja María á öskudegi sem var áleiðinniáströndinabúningi

Anonymous said...

HAHAHAHA...heyri alveg í honum ;) HS