
Friday, February 27, 2009
Eina málverkið í íbúðinni!!

Buenos Aires

Dýragarðsferð

Dýrin í Amazon

Skrítnar
Flugur í Amazon
Sáum líka þennan...

Tvífari Dimmu

sweet life, just diet diet diet..... En þið sem þekkið Dimmu, takið eftir hvað þessi á myndinni er lík Dimmu í framan!! Og þið sem ekki eigið ketti: "jú, víst eru kettir með mismunandi andlitsdrætti!!"
Kaffihús...
.jpg)
Stór "Hljómskálagarður"
.jpg)
Fótboltasvæðið..
.jpg)
Wednesday, February 25, 2009
Fyrsta fótboltaæfingin í BA hjá Orra
Tuesday, February 24, 2009
Fyrsta fótboltaæfingin í BA
Fyrir utan húsið

Eitthvað erum við nú að verða harðari af okkur í sambandi við pöddur, því við vorum öll búin að fá fræ í lófann og kjömsuðum á þeim, þegar ég kíki í dósina og sé bara nokkrar skríðandi pöddur þar ofan í. Ég hætti við að fá mér aðra lúku og lét hin vita af þessu. Strákarnir skyrptu fræunum út úr sér án þess að segja neitt, en Gaui stóð bara og japlaði. Ég hugsaði bara, "nú.. honum er líklega alveg sama" þegar ég sá hann demba restinni upp í sig og fer til að henda dósinni. Svo kem ég tilbaka, og segi lágt, eiginlega við sjálfa mig "soldið pirrandi þegar það eru pöddur í matnum sem maður kaupir..". Þá heyrist í Gauja "HA.. PÖDDUR...??". Þá hafði hann bara ekki heyrt í mér, en ég haldið að hann væri bara svona cool á þessu og var ekkert að æsast yfir þessu. En svo var þetta bara gleymt, enginn að vesenast yfir þessu, eða kúgast eða neitt slíkt. Allir búnir að éta pöddur... pirrandi... en hey, so what... hmm.
Svo endaði nú með því að leigusalinn kom og hann mætti með bróður sinn, sem kunni smá í ensku, svo þetta gekk bara ágætlega og íbúðin er lítil en alveg allt í lagi. Þeir vildu leiga okku aðra íbúð í næsta hverfi, þegar þeir sáu að við værum fimm, en hún kostaði töluvert meira og okkur er alveg sama þótt við séum ekki í "hús og hýbýli", bara aðalatriði að það sé öruggt hverfi, svefnstaður fyrir alla og eldhús og bað. Þá erum við góð. Svo er náttúrulega eitt sem er frábært, það er að við erum svo hátt uppi að það nenna ekki maurar eða mýflugur hingað upp!!
Ferðalög geta verið lýjandi

Litla stofan
Orri með svartar tásur eins og hinir

Friday, February 20, 2009
Argentína, skógurinn
.jpg)
Igazu fossar, Puerto Igazu og Río Tropic hótelið
.jpg)
Nú svo hófst rútuferðin, við spennt að sjá hvernig þetta færi fram. Sætin voru frábær!! Þetta eru eiginlega lazyboy-stólar, geta hallast alveg aftur (reyndar gat ég nú ekki nýtt það, þar sem ég þekkti manninn fyrir aftan mig (Guðjón heitir hann) og hann misnotaði kunningsskapinn óspart og kvartaði ef ég var komin of langt aftur) og fótskemill. Barinn sem við höfðum beðið spennt eftir að sjá og áttum eitt sæti við, reyndist nú bara vatns og kaffistöð, selfservice, og kaffið sem var í automatnum dýsætt, að brazza-sið. Ódrekkandi andsk.. Þegar ca. 5 mín voru búnar af ferðinni hófst dvd-mynd á skjánum, hljóðið úr henni glumdi yfir alla rútu, svo maður hafði lítið val um hvort maður vildi horfa og heyra. Og þetta var þessi svakalega ofbeldismynd, með kynferðislegu ívafi, svo að við foreldrarnir höfum verið í mesta basli síðustu daga við að svara flóknum spurningum um siðfræði, framhjáhald og tilgang lífsins. Eftir þessa mynd kom önnur ansi svæsin og þannig var þetta trekk í trekk. Myndirnar dekkuðu eiginlega öll dökk svið mannlífsins: eiturlyf, ofbeldi, fangelsi, forsetamorð, skilnað, spilltar löggur og kynlíf. Inni í þessu leyndist ein rómantísk gamanmynd sem ég naut mikið, en svo furðulega vill til að öllum strákunum tókst að sofna undir þeirri mynd!
Tímarnir 22 í rútunni liðu bara ágætlega og þetta var bara ekkert mál. Við komum svo til Puerto Igazu um fjögurleytið á þriðjudeginum. Það fór smá tími í að finna banka til að kaupa Argentínska pesóa til að geta borgað fyrir leigubílinn á hótelið. Það gekk á endanum og hótelið er rosalega kósí. Það er svona bjálkakofaraðhús, 9 herbergi, misstór, liggja í hálfhring utan um litla sundlaug. Rólegt og inni í skógi, sem er þónokkuð byggður, hús hér og þar og fjölskyldur með fullt af börnum og hundum allt í kring. Skrítinn jarðvegurinn hér, virðist vera rústrauður, og allar götur og moldin í kring í þessum lit. Setur soldið tóninn fyrir tilfinninguna af Suður-Ameríku. Það er algengt að sjá krakka, allt niður í 6-8 ára með litlu systkyni sín töltandi á eftir sér, og það yngsta bundið á mjöðmina, oft ekki meira en nokkurra mánaða. Þessir krakkar eru þá að selja eitthvað, eða þá á göngu á eftir foreldri, sem er með stórar töskur af handverksmunum sem þau eru að selja. Ótrúlega fallegir munir. Ég fíla vel þetta fólk, því það er alls ekki ýtið. Það býður manni að skoða, ef maður vill ekki skoða, þá bara nikkar það og heldur áfram, er ekkert að bögga mann.
Fyrsta daginn okkar í Argentínu vorum við bara á hótelinu og við sundlaugina, enda frekar ryðguð eftir rútuferðina og gátum ekki hugsað okkur að taka bíl inn í bæ til að borða. Hjónin sem eru með hótelið hér, er ekki með kvöldmat, en hann pantaði pizzu fyrir okkur og reddaði rauðvínsflösku, svo við gátum slakað og legið í leti meðan guttarnir hömuðust í sundlauginni. Ótrúlegt hvað börn eru orkumikil, ég meina það, ekki einu sinni 22 tíma rútuferð gerir þá lúna í hausnum, það var bara djöflast af enn meiri krafti, eins og til að bæta upp tapaðan tíma í djöflagangi meðan þeir þurftu að sitja kyrrir í mjúku rútusæti og horfa á ofbeldismyndir!! Hótelið er mjög „low key“, bara rúm á herberginu og baðherbergi og loftkæling. Ekkert sjónvarp, og ég var að rifja það upp að það eru að verða tveir mánuðir síðan við horfðum á sjónvarp, ég meina ég fréttir, barnatíma eða eitthvað þannig. Það var náttúrulega horft á sjónvarpið í rútunni, þótt við værum stundum alveg til í að sleppa því og guttarnir grófu sig undir teppin, settu kodda yfir eyrun og horfðu út eða reyndu að sofna. Þetta er frekar ódýrt hótel,, en voða hreint og þægilegt og vinalegir eigendur, ung hjón sem eiga litla eins árs stelpu, sem trítlar um allt og er forvitin. Svo eiga þau líka stóran hund, einhverskonar Dobermann-tegund, nema breiðari. Hann gæti verið soldið „scary“, en hann er bara svo rólegur og dúllulegur, því hann gengur um allt með tusku í kjaftinum, sem er svona eins og snuðið hans! Bærinn, Puerto Igazu, gegnur bara út á fossana. Þetta er eins og lítið „souvenier bær“, því það eru íbúarnir, sem eru fáir, og svo eru það túristarnir, sem eru gríðarmargir og stoppa yfirleitt ekki meira en 2-3 daga. Soldið sérkennilegt svæði, en vinalegt.
Svo á miðvikudeginum, eftir góðan morgunmat, fórum við að skoða fossana. Tókum daginn ekkert allt of snemma, en náðum að skoða mestan hluta fossanna. Þetta er svakalegt svæði, Igazu fossarnir samanstanda af 275 fossum, sem geta farið upp í yfir 300 fossa, þegar rigningar eru miklar. Við tókum bátsferð upp ána, sem endaði í að báturinn siglir með mann ansi nálægt einum fossinum, þannig að allir verða gegnblautir, voða gaman og mikið stuð. Svo bara skoðuðum við svæðið, gengum heilmikið og á svæðinu er líka heilmikill skógur og villt dýralíf, með köngulóm, risamaurum, eðlum, einhvernskonar þvottabjörnum, öpum, hrægömmum og öðrum fuglum og svo toppurinn; jagúar. Við sáum margar af þessum dýrategundum, þó ekki jagúarinn, þeir eru fáir og eru bara á ferð á nóttunni. Við ákváðum að geyma skoðun á stærsta fossinum þar til í dag, enda gaman að þurfa ekki að flýta sér of mikið við að skoða þennan fallega stað. Fórum á góðan kjötstað í gærkvöldi, fengum stóra nautasteik og þó svo svæðið hér þyki ekki alveg það besta í nautakjötsgeiranum, þá var þetta fínn matur.
Þar sem við fórum með bátnum
Paragvæ

Sá stóri!!

Monday, February 16, 2009
Bless bjútífúl Brasilía!

Thursday, February 12, 2009
Nýklipptur!!

Monday, February 9, 2009
Pedropolis og litla hótelherbergið

Svo röltum við um Pedrópólis, fundum hótel sem Brasilíubókin okkar hafði mælt með og tjékkum á herbergi. Þar fyrir utan sat feitur kall með bjór, greinilega eigandinn, og það vantaði bara alpahúfuna á hann, hann var svaka eitthvað austurískur í útliti. Hann tölti með okkur inn, hlustaði á allt sem stelpan í reception sagði, blandaði sér í samræður, allt auðvitað á portúgölsku, hún leiðrétti hann, talaði við okkur, hann blandaði sér, hún útskýrði, talaði við okkur, hann blandaði sér og á endanum fengum við herbergi, hehe. Hann vissi að þetta væri lítið herbergi, og skammaði hana þegar hún ætlaði að rukka fyrir aukadýnu eins og reglan segir til um, skammaði hana aftur þegar hún ætlaði að láta Gauja fylla út eyðublaðið eins og reglan segir til um, fannst nú ekki taka því fyrir eina nótt, og hún bara fórnaði höndum og brosti, greinilega vön kallinum. Þetta var lítið gistiheimili, voða kósí og afslappað, og þrifin í því voru afslöppuð líka. Aldrei gist á stað þar sem köngulær voru mun fleiri en gestirnir... allavega ekki svo ég viti til. En við vorum nú ekki þarna til að hanga á hótelherberginu, drifum okkur af stað á Museum Imperial, sem var sumarhús keisarans Dom Pedro II og þar var hægt að sjá ýmsa muni úr eigu fjölskyldunnar, meðal annars kórónuna. Við spennt að sjá það og urðum sko ekki fyrir vonbrigðum. Svakalegar mublur, málverk, föt, skartgripir og svo aðalmálið; kórónan, sem er út gulli, sett 77 eðalperlum og hvorki meira né minna en 639 demöntum. Vopn keisarans vöktu auðvitað líka athygli guttanna, svakaleg sverð og eitthvað dinglumdangl. Svo bara dóluðum við okkur um borgina, fórum upp að minnismerki Fatimu, sem er verndari borgarinnar, þar var frábært útsýni yfir borg og sveitir í kring. Fín ferð og við glöð í gær, á rútustöðinni þegar við gátum keypt miða í rútuna tilbaka, án þess að þurfa að sýna skilríki um börnin. Fengum svo nett sjokk þegar bílstjórin spurði vinalega: „documentation?“ þegar við vorum að labba inn í rútuna. Strákarnir voru komnir inn í rútu og á millisekúndu sá ég fyrir mér þegar við yrðum dregin organdi út úr rútunni, snúin niður og handtekin, gargandi „can´t you see, he´s just like his father!!!“Hefði lítið hjálpað þessi eina setning sem ég kann á portúgölsku "onde fica o banheiro?" (hvar er klósettið!!!?). Eeen ég hélt nú rónni, opnaði augun sakleysislega upp á gátt, sagði „documentation...???.. ökuskírteini..hmm..?“ og sýndi honum íslenska ökuskíteinið sem er með frekar brosandi mynd af mér því konan á myndavélinni hafði sagt eitthvað fyndið. Hann hló bara létt og hleypti okkur inn. Hjúkk.
Ég á örugglega eftir að sakna staðarins hér. Við höfum kynnst mörgu frábæru fólki og stemningin í kringum æfingarnar og fólkið sem tengist þeim hefur gefið okkur mikið. Íbúðin hér er náttúrulega líka á frábærum stað, útsýnið yfir ströndina óviðjafnanlegt og það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað það er huggulegt að sitja á hvítum stórum svölum, með stórt og fallegt rauðvínsglas og horfa á stórar kröftugar öldur og hvítan sandinn í sólarlegi hér. Ég á eftir að muna eftir þessum stundum alveg sérstaklega, og líklega á ég eftir að gleyma maurunum í eldhúsinu (sem við reyndar sjáum bara á daginn, því á kvöldin þegar það er orðið dimmt og við erum að elda, þá sjáum við ekki maurana í kringum matinn okkar, því ljósið í eldhúsinu virkar ekki, sniðugt!! ;). Ég mun líka muna eftir útsýninu við eldhúsvaskinn þegar ég er að þvo fötin okkar í höndunum. Fór að gera það eftir að hafa farið með föt í þvott hér í fyrstu vikunni, rándýrt, svo það er bara gamle måden. Allt nema Gi-in (Jiujitsu-búningarnir). Ég þvoði þau einu sinni í höndunum, tók ca tvo tíma, er svo helv.. þykkt efni, og svo fór ekki einu sinni fýlan úr Gauja galla!! Nenni því ekki aftur og borga glöð fyrir þvott á þeim.

Lilian??

Flugvélar Suður-Ameríku.. eða þannig.
Við að glíma...

Wednesday, February 4, 2009
Tíminn rýkur áfram

Skrítið að vera svona túristi, þekkja ekki staðinn, vera alltaf eitt spurningamerki og alltaf að sjá eitthvað nýtt. Flestir eru mjög hjálpsamir og vinalegir, en auðvitað er stundum reynt að græða aðeins á túristunum, og því lendum við stundum í. Síðasta miðvikudag, fyrir viku, ætluðum við að skoða Kriststyttuna. Mættum galvösk niður að leigubílaplássinu um þrjúleytið, tilkynnum „Kristos!“ og það kemur svona líka mikið hik á kallana. Þeir þræta og deila og skrifa svo á miða „220“. Þetta er um það bil 180 reals (1 real rúmlega 50kr ísl) meira en við bjuggumst við, svo við vorum nú ekki alveg til í að samþykkja þetta. Þá kom mikil ræða (allt á portúgölsku, svo við skildum auðvitað ekki orð) um styttuna og Sykurtoppinn, og eftir mikið þras skildum við að þetta væri löng leið og þeir vildu taka túristann á þetta, setja okkur í styttuna, bíða og svo koma okkur í kláfinn sem fer upp á Sykurtopp, því þangað fara allir túristar.Við vorum ekki alveg á því, en þeim varð ekki haggað, svo á endanum sögðum við lúpulega „Barra shopping/Kringlan“ því það var plan B, að skoða myndavél sem Viktor var að safna sér fyrir. Okkur fannst þetta frekar lúseralegt, að fara úr „il grande túristó“ yfir í „shopping-mall-bum“ en vorum ekki tilbúin í að borga svona hrikalegt verð. Daginn eftir komum við okkur að styttunni fyrir miklu minni pening, á öruggan hátt og útsýnið var FRÁBÆRT og upplifunin mjög góð. Á myndinni sem er með í dag sjáið þið Arnór og Orra á vespunni hans Ara, en það er frábær maður sem er oft á æfingu með okkur. Hann minnir okkur oft á Maxwell þessi maður, gefur einstaklega mikið af sér og það geislar af honum ró og öryggi. Hann er rosalega góður við strákana, spjallar mikið við þá og kennir þeim góðar teygjur og einhver brögð í BJJ líka. Hér gaf hann guttunum smá túr á vespunni, þeim fannst það nú frekar mikið gaman!!
Svo lendum við stundum í fyndnum hlutum, eins og þegar við vorum í búðinni í gær, vorum komin á kassann, þá pikkar kona í mig og segir: „Talaðu við hana á þýsku!“ skælbrosir og bendir á unglingsstelpu. Svo heyri ég bara „NEI!“, kemur paniksvipur á stelpuna og hún reynir að fela sig á bak við innkaupakerruna. Nú hef ég ekki lært stakt orð í þýsku, en þar sem ég kann heldur ekki portúgölsku, þá gat ég ekki útskýrt að ég væri nú sleipari í frönskunni, nú eða dönskunni, en best væri ég í íslensku.... svo ég brosti bara og kallaði á stelpuna þegar ég borgaði: „Auf wiedersen!“, eins og hver annað þjóðverji.
Svo lenti Gaui nú í því að týna giftingarhringnum. Hann tók hann af sér á æfingu, setti hann í töskuna og síðan hefur ekkert til hans spurst. Hefur líklega dottið úr þegar hann hefur tekið gallann upp úr eftir æfingu. Við höfum leitað mikið, og Gaui er nú frekar leiður yfir þessu. Tilkynnti mér að hann myndi bara fá sér tatto í staðinn, hafa nafnið mitt í því. Ég stakk upp á að setja það á ennið, en hef ekki fengið svör. Viktor kom líka með uppástungu, við erum svo hjálpleg í þessari fjölskyldu. Hann bauðst til að gefa pabba sínum hringinn sem hann fann í Kjósinni fyrir nokkrum árum. Það er þessi fíni giftingarhringur, við reyndum mikið en fundum ekki raunverulegan eiganda, svo þessi hringur er ennþá í Viktors eign. Gauja fannst þetta vel boðið, en hefur ekki þegið ennþá. Finnst það spila rullu að inni í hringnum standi „þinn Þorsteinn“.
Sunday, February 1, 2009
Svona er sólarlagið hérna!!

Guttar í glímu

Cristo Redentor

Gaui að plana

Fáklætt fólk
Gaui að skokka..
Blog Archive
-
▼
2009
(299)
-
▼
February
(46)
- Eina málverkið í íbúðinni!!
- Buenos Aires
- Dýragarðsferð
- Dýrin í Amazon
- Skrítnar
- Flugur í Amazon
- Sáum líka þennan...
- Alltaf nóg að gera..
- Tvífari Dimmu
- Kaffihús...
- Stór "Hljómskálagarður"
- Fótboltasvæðið..
- Fyrsta fótboltaæfingin í BA hjá Orra
- Fyrsta fótboltaæfingin í BA
- Fyrir utan húsið
- Ferðalög geta verið lýjandi
- Litla stofan
- Orri með svartar tásur eins og hinir
- Argentína, skógurinn
- Igazu fossar, Puerto Igazu og Río Tropic hótelið
- Þar sem við fórum með bátnum
- Í siglingunni
- Rio Tropic herbergið
- Paragvæ
- Sá stóri!!
- Bless bjútífúl Brasilía!
- Nýklipptur!!
- Pedropolis og litla hótelherbergið
- Ætla að hætta núna langa textanum í bili, við þurf...
- Útsýnið úr rútuferðinni
- The Cathedral in Pedropolis
- Finnst kirkjugarðarnir skrítnir hér, hver gröf er ...
- Lilian??
- Margt fallegt að skoða í Pedrópolis, m.a. þessi ör...
- Flugvélar Suður-Ameríku.. eða þannig.
- Við að glíma...
- Tíminn rýkur áfram
- Svona er sólarlagið hérna!!
- Guttar í glímu
- Cristo Redentor
- Orri litli var ánægður með þetta
- Hluti af útsýninu
- Og famillian undir styttunni
- Gaui að plana
- Fáklætt fólk
- Gaui að skokka..
-
▼
February
(46)