Wednesday, March 4, 2009

Útimarkaður


Við Arnór og Viktor fórum í skoðunarferð um Palermo Hollywood síðasta laugardag, en það er hluti af Palermo-hverfinu. Gaui var ennþá með flensuna og Orra var illt í fætinum og ekki í stuði fyrir göngutúr. Hverfið er mjög þægilegt og fallegt
og þegar við komum að markaðinum, þá var fyrri hluti hans lagður undir hina og þessa hönnun, misglæsilega og svo ýmis handverk í seinni hlutanum. Mikið líf og ferlega gaman að ganga um og skoða. Við guttarnir vorum þó sammála um að það var dálítið óþægilegt að ef maður leit upp í augun á sölumanninum, þá var strax stokkið á mann og maður fékk eiginlega samviskubit að kaupa ekki, en við erum jú á frekar strangri "ekki kaupa neitt" reglu, sem er brotin sí og æ. Og auðvitað var ekki undantekning á þessum markaði, við keyptum af þessari dömu. Hún var að selja myntpeninga sem hún hafði sagað í, ótrúlega flott. T.d. mynd af skútu á 1 pesóa myntinni og þá hefur hún sagað út í kringum skútuna. Svo er peningurinn settur í hálsmen, ef maður vill. Ferlega flott hjá stelpunni, en hún hafði nú enga íslenska peninga... Arnór spurði.

No comments: