Wednesday, March 18, 2009

Temaiken


Fórum í frábæran dýragarð fyrir utan borgina síðasta laugardag. Höfðum ætlað í vatnsrennibrautargarð sem kunningi okkar hér sagði að væri rétt hjá þar sem við byggjum. Hann er ógiftur og barnlaus (nokkuð sem Orri furðaði sig mikið á. Samtal þeirra fór nokkurn vegin svona fram: Orri (strangur) "hvað ertu gamall?" "35 ára", "og áttu konu?" "nei, enga konu". Orri (í ávítunartóni) "hva! ertu 35 ára og átt ENGA konu!!!???, þarftu ekki að fara að velja þér eina konu, orðinn svona gamall!!?"). Allavega, kunningi okkar hefur greinilega ekki farið í þennan garð, því hann er 300km í burtu og því ekki alveg í því göngufæri sem hann hélt, nema maður heiti Reynir Pétur. Þess vegna var stefnan tekin á þennan fína dýragarð, sem er 50km í burtu og það er óhætt að mæla með honum. Stórt og flott svæði og öll dýrin í algeru dekri, með fullt af plássi. Virkilega gaman að ganga um dýragarð þar sem tilfinningin er svona góð.

No comments: