Sunday, March 29, 2009

Ushuaia!!


Þá erum við komin í syðsta bæ jarðar og þetta er ekkert smá fyndið. Hér búa 70þús manns, þannig að þetta er ansi stór bær, en annars finnst mér þetta alveg eins og að vera bara í Hafnafirði eða stórum Ísafirði! Veðrið er svo svipað og heima, húsin eru byggð í brekku og eru mörg hver ekta gömul timburhús, snjór í fjallatoppunum, fólk kappklætt og gróðurinn svipaður. Við spurðum konuna sem rekur gistihúsið sem við erum á, hvort það sé venjulegt að það sé svona kalt hérna (því það er bara rétt nýbyrjað haust hérna), en hún sagði að það hefði bara byrjað að kólna almennilega eftir hádegi í dag! Svo guttarnir fengu óskina sína rætta, þá langaði í snjókomu, og við fengum snjókomu. :)

1 comment:

Anonymous said...

Byrja að hausta hjá ykkur - hér fer að byrja að vora. Þið eruð vitlausu megin á hnettinum :-)
Glæsilegar myndir hjá þér Vala mín, frábært að geta fylgst með ykkar ferðalagi.
Kveðja frá Gumma og Maríu