Friday, March 13, 2009

Hátt hátt uppi..


..við förum stundum upp á þak að æfa, þar er flottur og stór steyptur flötur, og hár veggur allan hringinn, svo borgarútsýnið truflar okkur ekki. Eftir æfingu um daginn klifraði ég uppá þennan stromp (bara eftir að Gaui hafði gert það fyrst og gert hnébeygjur :) og tilfinningin að vera þarna uppi og horfa yfir borgina er frekar villt. Þó svo maður sé algerlega öruggur (ef maður dytti, þá dytti maður bara 1-2 metra niður á þakið, sem er sléttur algerlega öruggur afgirtur flötur) þá fékk ég þvílíkt í magann að horfa svona yfir allt og standa svona hátt. Eins og að svífa og allt jafnvægisskyn breytist. Og svo að taka karate kid... úff, very nice.. eftirá.

No comments: