Saturday, March 21, 2009

Adios Buenos Aires!!


Við förum af stað til Patagoniu í dag, laugardag eftir fjögurra vikna dvöl í stórborginni. Erum ánægð með BA, en erum ótrúlega spennt yfir að komast í náttúruna og víðáttuna eftir þessa kaffihúsaborg. Margt skemmtilegt í boði hér og mikið líf, og í raun eina sem við höfum yfir að kvarta var þessi íbúðarhola sem við vorum í. Rykið í teppinu í tonnatali og þegar sólin skín inn er mökkur sést ryki sem þyrlast upp þó svo við læðumst eins og indjánar, hér var málað fyrir ca 100 árum og matarleifar frá 1934 á eldhúsveggnum, þegar ísskápurinn var loks lagaður (teipaður saman) eftir fimm daga dauða, hætti kalda vatnið á baðinu að renna svo við tannburstum upp úr heita vatninu og eldhúsvaskurinn sem lekur gríðarlega (og var þess valdandi að snúran í ísskápinn sprakk og brann) stíflaðist þannig að við gátum ekki notað hann, höfum þurft að vaska upp í stórum potti og hella úr honum í annan vask hjá þvottavélinni (en þvottavélin virkaði og það var stór plús!! :). Til að kóróna skítinn fann ég þykkan skóg af grænum myglusveppi í dyrakarminum á útidyrahurðinni, sem þegar ég þreif hann fór að valda skemmtilegum öndunaróþægindum og útskýrði af hverju Gaui er búinn að vera sjúgandi upp í nefið síðustu fjórar vikur "Nei, ég er ekki með ofnæmi!" segir hann samt þrjóskulega og sýgur upp í nefið milli þess sem hann hnerrar tíu hnerra í röð.

Þannig að við erum hrikalega spennt að komast í hreint LOFT!!!!!! Margt gott sem borgin býður uppá og það sem stendur uppúr eru vinalegir íbúar, gríðarleg hundaeign, lifandi götulíf, mörg og ólík hverfi hvert með sinn stíl, þægilegt subway-system, þægilegt loftslag og sjaldan of heitt, hunda- og kattargarðar, fótboltaáhugi og þá sérstaklega Maradonna-aðdáun, kaffihús, veitingastaðir og MILLJÓN búðir!! Ahhhhhh, Patagonía here we come!!!

No comments: