Friday, March 13, 2009

Heimilislausir í BA


Æfingarnar stýra miklu hjá okkur hér í stórborginni og það er svo sem allt í góðu með það. Við erum hins vegar öll farin að hlakka mikið til að fara úr borgarlífinu og út í náttúruna, en það er núna vika eftir af dvölinni hér í BA. Á fótboltaæfingunum sem eru mán, þri, mið og fim sjáum við oft þetta fólk sem er á myndinni, en það býr undir tréi sem er við hliðiná vellinum. Þar sefur það fram eftir degi og er svo að spila á spil, spila á flautur og dunda sér við hitt og þetta, um leið og það drekkur eitthvað af stút. Stundum fylgjast þau með guttunum á æfingu, klappa fyrir þeim og hvetja þá áfram. Það sem er soldið sérstakt við þetta fólk er, að það er greinilega ansi stolt. Það betlar aldrei, það böggar mann aldrei, það heilsar hressilega öllum sem heilsa þeim af fyrra bragði og annars er það bara pollrólegt og býr bara þarna undir tréinu. Ef þið kíkið á myndina, þá sjáið þið að maðurinn sem er að horfa á leikinn, er með eitthvað í fanginu. Það er sem sagt pínulítið, nýfætt barn, sem konan sem liggur sofandi á bekknum á (og kannski hann líka?). Mér finnst erfitt að sjá þetta, langar helst að gefa þeim allan þann pening sem ég get, eða teppi eða kexpakka eða hvað sem ég er með á mér í það skipti. Finnst þetta frekar sárt, en um leið er ég soldið forvitin um þetta fólk. Þau eru svo róleg og virðast bara sátt í sinni eymd. Brosa og hlæja, spila og grínast... og drekka. Ég hef ekki séð þau fara frá þessum stað ennþá, auðvitað hljóta þau að gera það, til að ná sér í mat og svona, en þau eru þarna í öllum veðrum. Algerir naglar sem ég virði fyrir það, en um leið fæ ég alveg í magann.. hvað með þetta pínulitla barn...?

No comments: