Sunday, September 28, 2008

Pínkulítil strönd við pínkulítið fiskiþorp


Í gær eftir hellaferðina okkar stoppuðum við í litlu fiskiþorpi og sátum á obbolítilli strönd og borðuðum nestið okkar. Og þótt ströndin væri eins og ég segi obbolítil, þá var alveg hreint ótrúlegt hvað það var mikið af skemmtilegu að finna. Svakalega fallegir kóralsteinar, stórt hrunið tré og fiskibútar (minna skemmtilegt kannski..). Svo meðan við erum þarna að maula nestið í rólegheitunum, sjáum við svona útundan okkar hreyfingu á sandinum og upp skýst gulur krabbi sem byrjar að labba út á hlið eins og þeir gera. Svo sér hann okkur og snarstansar. Augun eru svona eins og tvær svartar sjónpípur (á kafbátum) uppúr líkamanum og hreyfast í takt. Hann snéri sjónpípunum sínum sem sagt og sá okkur, gekk þá tilbaka að holunni sinni og stóð þar. Svo bara byrjar sandurinn að hreyfast hér og þar í kringum okkur og litlir og stórir krabbar að kíkja upp og allir snarstoppa þeir þegar þeir sjá okkur. Og ef þeir sáu hreyfingu þá voru þeir eins og elding aftur niður í holuna og ekki sjéns að sjá þá. Ef við reyndum að vera alveg kyrr, sjáum við stundum sandi skultað hryssingslega upp og þetta var svona eins og þeir væru þreyttar húsmæður að taka til.. "alltaf þessi endalausi sandur út um allt!", kíktu upp öðru hvoru en voru fljótir aftur niður ef við nálguðumst.


Hér á myndinni er Orri litli að leika sér í fjörunni, gekk ekki alveg nógu vel að vera lengi kyrr til að lokka krabbana upp... "All I want for christmas is my two front-teeth"

No comments:

Blog Archive