Sunday, September 28, 2008


Þarna liggja fiskibátarnir og bíða þess að sigla út í býtið næsta morgun. Barbados búar borða mikið af fiski, og það er mjög algeng sjón að sjá borð við veginn, fullt af fiski, sem er síðan seldur í bílana sem keyra framhjá. Við höfum ekki enn lagt í að kaupa fisk svoleiðis, erum smá hikandi við það vegna hitans, enda ekki hægt að vita hvort fiskurinn hafi verið á borðinu í 30°hita í hálftíma eða 8 klukkutíma. Flugfiskur er "þjóðarréttur" hér, og á ströndunum við fiskiþorpin er asni oft allt út í afskornum vængjum, af þessum fiskum, því sjómennirnir gera að fiskinum í fjörunni og henda afgöngunum aftur út í sjó og það skolast svo eitthvað af því aftur á land.

No comments:

Blog Archive