Monday, September 8, 2008

Jei, fundum annan súpermarkað!!


Jú, jú, þetta eru stóru fréttir dagsins, lífið er nú ekki flóknara en það. Við guttarnir fundum sem sagt annan súpermarkað, miklu betri en Jordans, sem er afskaplega dimmur, þröngur og trúir hvorki á ávexti né grænmeti. En við fórum sem sagt á röltið í Holetown (næsti bær) á meðan Gaui var að vinna og fundum þennan rosalega flotta súpermarkað þar sem úrvalið af ávöxtum stendur algerlega undir öllum þeim væntingum sem ég hafði fyrir þessa ferð. Ég var nefninlega alveg viss um að ég myndi loksins fá að bragða á ávöxtum sem væru ekki teknir af trjánum 3 mánuðum fyrir nauðsynlegan þroska, eins og við erum held ég oft að fá á Íslandinu góða. Ég keypti fullt af ávöxtum og við burðuðumst með það heim (þrátt fyrir ca. 8 matvælapoka og þrjú börn er samt flautað á mig og mér boðnir hinir ýmsustu hlutir til sölu. Ég vel að skilja það sem svo að ég sé svona ofboðslega heillandi, en kannski lít ég bara svona vellauðug út. Eins og einn sagði við mig "vow, three boys, must be a strong woman..." hehemm.


Og talandi um styrk, þá tókum við frábæra æfingu í gær hér í garðinum. Nýttum hringina, Jungle Gym, sippuband, sandpokann og Power wheelið sem við kynntumst hjá Maxwell til að taka alveg fantaæfingu. Við tókum 3 umferðir af mismunandi æfingum, t.d. róðri og armbeygjum í Jungle Gym, snúninga og magaæfingar í hringjunum, hnébeygjur með sandpokann, sippuðum og gengum á höndunum með Power wheel. Ótrúlega gaman.


Í fyrradag ákvað Gaui að hlaupa nokkrum sinnum upp brekkuna hér, hún er ansi brött. Í brekkunni er oft fólk á gangi og meðal annars er við hana "dagvistun fyrir aldraða" (stendur málað á skilti fyrir utan að þau taka að sér aldraða bæði long- og short term :) og svo er hverfisbúllan þar við hliðiná. Nú, hann hljóp þetta 5 sinnum, skokkaði niður brekkuna og spretti svo upp og fékk ansi skemmtileg viðbrögð. Mest var nú um hljóða undrun frá hverfisrónunum, en gamla fólkið hékk yfir handriðið á dagvistuninni og kallaði á hann hvellum rómi "don´t kill yourself old man!"


Það er svolítið öðruvísi að æfa svona í hita. Áður en æfingin er byrjuð er maður orðinn vel sveitttur, og svo er ég allaveg svolítið meira á varðbergi hér, því það eru eðlur, froskar og apar alltaf á næsta leiti. Minnsta hreyfing sem ég sé nær athygli minni, eins og þegar ég hékk á hvolfi í hringjunum sem við höfðum hengt í mangótréð, og heyrði svo "íhíhhaaaa" og þá voru það apar einhvers staðar í myrkrinu fyrir ofan mig. Og ég á hvolfi.


Strákarnir eru enn að sveiflast milli þess að fíla þetta alveg í botn og svo að fá mikla heimþrá. Það eru auðvitað helst vinirnir og fjölskyldan sem þeir sakna. Skrítið að þegar við höfum verið á styttri ferðalögum, eins og 2-3 vikur, þá hefur ekki komið eitt einasta heimþráraugnablik, en núna voru þeir strax komnir með heimþrá eftir nokkra daga. Samt eru þeir mjög sáttir við að vera í heimsreisu og þeir hlakka til að upplifa restina af ferðalaginu, en þetta er langur tími þegar maður horfir fram á vegin. Einhvernvegin er heilt ár miklu lengra fram á við, heldur en þegar maður lítur aftur. Ég er samt viss um að þetta verði ansi fljótt að líða. Helsta verkefnið hér á Barbados er að gera dagana áhugaverða, en samt halda okkur niðri á jörðinni, því þetta á að vera "hversdagur". Þeir eiga að læra fyrir skólann heima á Íslandi, og það er ekki nammidagur alla daga :) Getur verið flókið að skilja þegar pálmatré, heitur sjór og sól bíða manns úti.


Frábært að fá commentin frá ykkur, gaman að þið eruð að fylgjast með okkur. Við hugsum mikið heim og söknum ykkar meira að segja stundum :) Finnst ég jafnvel stundum vera á Íslandi þegar ég borga í matvörubúðunum hér, kostar bara svipað, aldrei undir 4-5þús kallinn.


Ástarkveðjur héðan úr hitanum, það eru engir fellibyljir hér hjá okkur. Síðasti fellibylur sem skall á Barbados var víst kringum 1950. Er vel staðsett þessi litla eyja :))

7 comments:

Anonymous said...

Skemmtilegt að fylgjast með ykkur í "fjarskanum" :-) Skil vel þetta með heimþrána hjá strákunum núna frekar en í stuttu ferðunum, ár ER langur tími að horfa fram á en þetta verður bara frábært og þegar það er búið verður þess saknað. Þannig að það er bara að njóta dagsins. Gangi ykkur allt rosa vel og bestu kveðjur úr Fellahvarfi 21 (erum að fara í sveitina að smala á morgun, miðvikudag). Guðrún frænka

Anonymous said...


Frábært að fá að fylgjast með ykkar ævintýraferð, við Jón Ingi eigum eftir að kíkja reglulega á bloggið ykkar. Hlýtur að vera skrýtið að detta svona inn í allt annan heim - ekkert að keyra og sækja td.!! Hafið það sem best.
Vilborg og Jón Ingi

Anonymous said...


Frábært að fá að fylgjast með ykkar ævintýraferð, við Jón Ingi eigum eftir að kíkja reglulega á bloggið ykkar. Hlýtur að vera skrýtið að detta svona inn í allt annan heim - ekkert að keyra og sækja td.!! Hafið það sem best.
Vilborg og Jón Ingi

Anonymous said...

Frábært að geta fylgst með ykkur hér í netheimum! Verst að við skyldum ekki ná að hittast aðeins áður en þið lögðuð af stað...en það bíður bara betri tíma! Allt gott að frétta af okkur hér á norðurlandi...tíminn bara flýgur áfram og nóg að gera í vinnu, skóla og leikskóla!
Hafið það sem best í útlandinu og við fylgjumst áfram með ykkur!
Knús...Billa, Siggi og börn

Anonymous said...

Hæ ég var búin að skrifa fullt af spekiven það týndist. Nú prófa ég aftur Kær kveðja Bimba

Anonymous said...

hæ elsku flökkufjölskylda. Nú er 'eg búin að skrifa 3 pistla en kemst aldrei í gegn en ég held ég sé búin að finna leið. Mér finnst alveg ótrúlega spennandi lífið sem þið lifið - algjört ævintýri. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að fá kotasælu og vanti prentara!! strákar þið eigið eftir að vera svo ótrúlega stoltir þegar þið farið að segja öllum vinunum í Mosó frá ævintýrinu. Ég fylgist spennt með framhaldinu.
Skotland vann Ísland í landsleiknum 2-1, auðvitað var dómarinn ómögulegur !! Eins og venjulega.
'eg fer þ.16 til Tyrklands með fjölsk. í 2 vikur. Það er fínt fyrir svona kerlingar eins og mig.
Fyrir rosalega mörgum árum fór ég í 3 mánaða ferð til Asíu þ.e. Indlands, Nepal og Shri Lanka það var óskaplega spennandi, svo ég þekki tilfinninguna af að kanna nýjar slóðir.
Kær kveðja og vona að allt gangi vel. Bimba

Anonymous said...

Hæ Hæ
Var að flakka hérna á netinu og rakst á þessa síðu, og hvað heldurðu er það ekki Gaui gamli félagi. Var reyndar búinn að frétta að þið væruð að flytja út.
Og Vala, það er magnað ég skuli hafa verið í spinning hjá þér í tvö ár og ekki vita að þú værir konan hans Gaua :)
Hafið það sem best þarna úti og gangi ykkur vel.
PS. Gaui mailið hjá mér er kiddi@stalogsuda.is
Maiden rules
Kiddi

Blog Archive