Wednesday, September 17, 2008

Barbados fólkið og kennaratyggjó





Alveg er það merkilegt þegar maður fattar að hlutir sem maður telur svo sjálfsagða að ekki er vert að hugsa um þá einu sinni, taka bara allt í einu upp á því, þegar maður er staddur fjarri heimahögum, að vera bara langt frá því sjálfsagðir!!



Þessu höfum við "lent í" í leit okkar að kennaratyggjói. Við erum í svona nokkuð ágætri íbúð með nokkrum herbergjum og stóru eldhúsi. Allir veggir hvítir og þar sem Barbadosbúar eru ansi trúaðir flestir og okkar leigendur ekki síst, þá eru einstaka myndir með boðorðunum tíu á veggjum. Annað ekki.



Ég fékk hjá mér þessa rosalega þörf að gera íbúðina að "heimili", með því t.d. að setja einhverjar myndir upp á veggina. Keypti t.d. plakat af heiminum, því við erum alltaf að pæla í heiminum, Orri búinn að teikna nokkrar litríkar myndir og einnig hefur Arnór óskir um að setja upp nokkrar fótboltamyndir. Allt flott og gott, þá vantar bara kennaratyggjó, því límbandið heldur engu uppi. Við í allar bókabúðir sem við finnum, súpermarkaði og túristabúðir, og ég byrja: "Excuse me, I don´t know what it´s called exactly, we have it where I come from, it´s used to put up posters" (ekki get ég beðið um teachers gum!!) og það eru alltaf sömu viðbrögðin "don´t know it, we use double sided tape". Ok, segi ég þá, "dosn´t two sided tape make the paint come off?" "Yeeees, the paint, and sometimes some of the wall.." Hmmm, þar sem slíkt væri ekki vel séð hjá henni Sheilu minni sem leigir okkur, hef ég ekki fjárfest í two sided tape. En common, kennaratyggjó, hver vissi að það væri svona sjaldgjæft!?!





Það er ansi fyndið hvernig mállýskan er hérna, en eins og í flestum löndum, því sterkari mállýsku sem þú talar, því minni menntun. Kannski ekki ALLTAF satt, en þetta er þumalputtaregla. Og samt er þessi enska, "bajan" eins og hún er kölluð heilmikið notuð í auglýsingum og á skiltum fyrir ofan búðir, því þetta er svona sérkenni sem þeir eru greinilega stoltir af. Við sjáum t.d. á skilti hjá hárgreiðslustofum "Hair dat moves" og yfir veitingastöðum "eat da best, forget da rest". Soldið sjarmerandi, en vá hvað er erfitt að skilja suma. Maður er eins og mállaus og segir bara "sorry.. what.. one more time.. excuse me... one more time" og brosir sveittu aulabrosi.





Það er mikil umræða hér í þjóðfélaginu um gildi fjölskyldunnar og trúnaði við ættingja. Hér er mikið lagt upp úr fjölskyldusamkomum á sunnudögum. Sunnudaga má sjá prúðbúnar fjölskyldur ganga til kirkju, og það er sko mikið af kirkjum hér. Stundum eru messurnar haldnar í stórum hvítum tjöldum, enda ansi heitt, en alltaf er fólkið í sínu fínasta pússi, jakkaföt, bindi, sokkar og svartir skór og dömurnar í drögtum með hatta og hanska. Rosa flott og heilmikill sjarmi yfir þessu. Allavega á meðan ég er ekki í dragt með hatt. Eftir messu er hjá mjög mörgum "fjölskyldu-gathering", þá má sjá heilu ættbálkana sitjandi fyrir utan eitthvert húsið, allir að chilla og greinilega svaka róleg "bonding" stemmning í gangi. En auðvitað er svo skrifað í blöðin (við lesum helst "the nation", stærsta blaðið hér), því þessi hefð er á undanhaldi eins og búast má við hjá landi sem er og vill verða vestrænna. Áhyggjur af því að fólk sem flytji til höfuðborgarinnar sé hætt að heimsækja fjölskylduna úti á landi um helgar. Jafnvel skrifar þetta yngra fólk og viðurkennir að það skammist sín fyrir rætur sínar. Flest hús fyrir utan borgina eru nefninlega mjög lítil og hrörleg, með smá skika og geit og/eða hænum úti í garði. Og yfirleitt má finna andlit í glugga, að fylgjast með því sem er að gerast í kring. Heilmikil fátækt, allavega á okkar mælikvarða. Hversu góður hann er, veit ég ekki, og hversu góð þessi þróun er veit ég heldur ekki.



En, Barbadosbúar er allavega duglegir að finna sér alls konar tekjumöguleika. Á flestum húsum má sjá alls konar skilti "buy fresh fish here", "rooms for rent", "stress relief massage" og "water for sale, even cold" allt stundum á sama húsinu. Svo er náttúrulega old folks day care húsið hér í hverfinu sem ég er svo hrifin af, sjáið það á myndinni fyrir ofan.

Gamla fólkið sem kemur að heimsækja okkur þarf aldeilis ekki að hafa áhyggjur af því að þeim muni leiðast með okkur, þeir verða bara í short term day care!!! Og ef fjörið verður of mikið þar, geta þau farið í næsta hús í "stess relief massage" og eftir það, þá skella þau sér á "pöbbinn" með stólunum þremur!

5 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ, ákvað að skilja eftir smá spor... Rosa gaman að fylgjast með ykkur, kíki á hverjum degi ;) Kveðja, arna

Anonymous said...

Farið í kirkju og myndið samband í þorpinu.

Kveðja, mamma

Anonymous said...

Hæ eyjaskeggjar - virkilega gaman að lesa frábærar frásagnir hjá ykkur og meiriháttar myndir!! Áfram KR og gangi vel áfram!! Gummi.

Anonymous said...

Hæ, hæ, bara að kvitta smá fyrir innlitið og hvetja ykkur til áframhaldandi dugnaðar við bloggið. Það er virkilega gaman að geta fylgst með ykkur og frábært að fá nokkrar myndir með.
Hafið það sem allra best!
Júlíana.

Anonymous said...

Hæ hæ, ég fylgist líka alltaf með.

p.s. ef ykkur leiðist ketilbjöllubisnessinn þá er alltaf hægt að skella sér út í kennaratyggjóið.. Ég hló upphátt af teachers gum :)

Blog Archive