Sunday, September 28, 2008

Animal Flower cave

Við fórum í gær í smá túr norður í land. Þar á nyrsta hluta eyjunnar er stór hellir sem kallast Animal flower cave. Það er ótrúlega fallegur hellir og er sérstakur fyrir þessi sérkennilegu blóm sem eru í honum. Þetta eru í raun ekki blóm, heldur "sæ-ormar" sem setja út þessa anga til að sækja sér fæði í sjónum. Þegar þessir angar eru úti eru þetta eins og blóm í vatninu. Ef það er eitthvað sem snertir angana dregur ormurinn þá inn til að verja sig. Það eru víst mjög fá svona dýr eftir í heiminum, en þetta er sem sagt einn staðurinn þar sem maður getur séð þau. Hellirinn var líka flottur, gerður (eins og rúm 80% af eyjunni) úr limestone eða kalksteini. Sjórinn er búinn að sverfa inn í bergið þennan svakalega helli og í hellinum eru litlar laugar og ein stór (sem var reyndar gufuð upp í gær vegna hita, en venjulega er hægt að fá sér smá dýfu í þessari hellalaug!). Við fengum leiðsögumann með okkur niður, hvort sem okkur líkaði betur eða verr, og hann sagði okkur heilmargt um þetta náttúrufyrirbæri. Þetta er frábær staður og ég hlakka til að fara með ykkur sem komið til okkar að skoða þetta aftur. Og þá tökum við sundföt og dýfum okkur í laugina sem verður ekki gufuð upp, og svo hoppar Habba fram af klettunum fyrir ofan, eins og allir ofurhugarnir sem hann sagði okkur frá, leiðsögumaðurinn. Viktor varð alveg óður þegar hann heyrði að það væri hægt að hoppa fram af klettunum (leiðsögumaðurinn voða hress "Yes, yes, I take your picture when you jump!" og fékk kalt augnaráð frá mömmunni um hæl! Þetta eru ca tuttugu metrar, takk fyrir, klettahoppið mitt í Jökulsá Austari bliknar í samanburði við þetta. En kíkið á videóið af blómunum:

2 comments:

Anonymous said...

God damn it.... ég verð allavegana að hoppa eftir þessa umsögn :-/
"ofurhuginn mikli" hmmm...

Ingibjörg Pétursdóttir said...

ég kíkti á bloggið ykkar. Ég hef ekki verið heima í hálfan mánuð svo það var komið fullt af nýju.
Ég sá að Gaui á afmæli sama dag og ég - til hamingju Gaui. Við fórum til Tyrklands gömlu hjónin og vorum í tvær vikur í ferðinni, voða gaman. Svo komum við heim í kreppuna og svartsýnina.
Gott að lesa bloggið þitt Vala mín þar sem verið er að spá í hve langan tíma taki að hlaupa upp e-a brekku og framandi matreiðsluaðferðum (reyndar smá um rýrnun á sparifé en það er eðlilegt). Hlakka til næstu pistla

Blog Archive