Saturday, September 20, 2008

Afmæli Gauja í dag!!!


Þann 21. sept (sett inn hálftólf þann 20 sept, þess vegna vitlaus dagsetning efst) á þessi svakalegi maður afmæli og auðvitað verður ýmislegt gert honum til heiðurs. Hans óskir eru að vakna kl. 8 til að horfa á beina útsendingu Chelsea-Man. United og svo vill hann hlaupa upp góða brekku sem við keyrum upp þegar við förum á fótboltaæfingu með guttana. Þessi brekka er 1.5km löng, og hann veit það, svo það mætti halda að afmælisbarnið hafi einhvers konar áhuga á hreyfingu á sjálfan afmælisdaginn. Strákarnir ætla að hlaupa með honum, alveg hreint galvaskir á því, en Orri sló smá varnagla á þetta, sagði "ég skal samt hlaupa þetta með mömmu (í svona "ég sé um kellinguna-tóni)", held hann hafi eitthvað minni trú á mér en pabbanum og sér meiri möguleika á hvíldarpásum....
Allt gott héðan að frétta, við erum ýmis rennandi blaut af rigningu eða rennandi blaut af svita og það er nú svo skrítið að þetta venst bara allt saman. En þið getið hugsað til folanna fjögurra og kerlingarinnar í dag (ef þið lesið þetta þann 21.), hlaupandi upp brekkuna sem allir aðrir keyra upp, blaut þá BÆÐI af rigningu og svita. Have a nice day!

6 comments:

Unknown said...

Hæ, til hamingju með afmælið gamli félagi. Láttu brekkuna eiga sig og gúffaðu í þig vænri köku og gúmmelaði og skolaðu því niður með 1 - 2 svellköldum. Koddu þér fyrir fyrir fram TV og láttu kellinguna og pjakka þjóna þér í einu og öllu. Kveðja Héðmennið

Anonymous said...

Innilegar haminguóskir Gaui minn!

Gangi vel með fjallasprettinn.

Ástarkveðjur, Dóra tengdó, Kristinn og Dimma.

Anonymous said...

Til hamingju með daginn frændi (þó stutt sé eftir af honum). Bestu kveðjur úr Fellahvarfinu, Guðrún

Anonymous said...

Hæ, hæ flotta fjölskylda ... ekkert smá gaman að fylgjast með ykkur ... oh ! ekkert smá gaman að æfa í svona frumlegum aðstæðum ... erum einmitt með eitt svona power wheel hjól í gyminu okkar :) ... Kveðja úr Mosó; Halla Heimis., Brynja Hlíf og co.

Unknown said...

til lukku með daginn :) - skila kveðju

Anonymous said...

Halló öll kjúttí pæ. Til hamingju með afmælið sæti. Sú allra hressasta hringdi áðan andstutt eins og tvítug stúlka og sagði að þið hefðuð verið að hringja....kostar örugglega tvær sprengitöflur....þvílík hamingja!!!!! Þið eruð frábær..knús frá okkur öllum úr sveitinni á S-hóli.P.s ..Það skiluðu allir sér heim af réttarballi og í rétt hús. Bæjó Halla.

Blog Archive