Tuesday, April 21, 2009

Vaktaskipti


Það er heilmikið af fallegum byggingum í Santiago. Hér er það forsetahöllin og við vorum svo heppin að hitta á vaktaskipti varðmannanna, en það er heilmikil athöfn sem fer fram annan hvern dag. Ekki veit ég hvort aumingja vaktmennirnir séu á vakt í tvo sólarhringa í þessum fínu fötum, þykku fötum í hitanum. Meðan vaktaskiptin fara fram spilar hljómsveitin skemmtileg og létt lög undir, svo maður gleymir því að þetta eru í raun hermenn og hvert þeirra hlutverk er, annað en að vera flottir. Þarna í forsetahöllinni dó Salvador Allende, lýðræðislega kjörinn forseti Chile í valdaráni hersins 11 sptember 1973 og við tók Pinochet, einræðisherra sem hélt völdum til 1989.

No comments: