Sunday, April 5, 2009

Chile


Þá erum við komin til Chile, á lítinn stað sem heitir Frutillar, og verðum hér í 5 nætur. Yndislegt að stoppa hér og hvílast aðeins eftir ferðalög síðustu vikna. Erum í þessum fallega bjálkakofa sem þið sjáið á myndinn! Ekki slæmt, tók hana áðan :) Netsamband hér og því hef ég tekið góða rispu í blogginu, en þetta er nú ekki alveg í réttri röð, orðin kolrugluð af rútuferðum. Ferðalagið hingað til eftir Buenos Aires, er Puerto Madryn-El Calafate-Ushuaia-El Calafate-Bariloche-Chile (Frutillar). Kær kveðja til Íslands!!

1 comment:

Unknown said...

Snilldarblogg. Virkilega gaman eins og alltaf að fylgjast með ævintýralegum ferðalögum.
Bragi