Sunday, April 12, 2009

Petrohué

Guttunum fannst þessir fossar minna á Barnafossa heima og fóru að rifja upp söguna um hvernig þeir fengu nafnið. Sorgarsaga, sem þeir greinilega hafa hugsað þó nokkuð um. Á svæðinu þarna í kring og við vatnið sem áin rennur úr (Lago de todos los Santos) eru litlir hraunmolar sem minntu mig síðan á þegar við gengum upp að eldstöðvunum í Vestmannaeyjum. Alveg sömu litir og sami hiti í jörðinni. Er lífið ekki alltaf svona, upplifanir minna mann á eitthvað sem maður tengir svo minninguna við og þegar maður man svo eftir þessu, þá man maður ósjálfrátt eftir hinu líka. Eða er ég kannski bara að lesa of mikið af Miss Marple..? I wonder...

No comments: