Tuesday, April 21, 2009

Orri að klifra


Við löbbuðum heilmikið í almenningsgörðunum í Santiago. Mikið af grænum svæðum og borgin kom á óvart með hversu falleg hún er þrátt fyrir mengunina. Hún var endurgerð eftir risastóran jarðskjálfta sem ég veit ekki alveg hvenær gerðist og í endurbyggingunni var passað að byggja strætin og götum mun breiðari en þau höfðu áður verið. Þetta gerir að borgin er ofsalega falleg og þægileg að vera í, manni finnst ekki þrengt að manni. Þetta er líka ofsalega lifandi borg og sérstaklega seinnipartinn verður allt morandi í fólki og götusalarnir taka við sér. Gaui fylgdist einu sinni með fjölskyldu sem var að setja upp standinn sinn, hjón með þrjá gutta, einn ca. 7-8 ára, einn 2-3 ára og svo einn í vöggu. Þetta var niður í miðbæ og eldri strákarnir voru að skottast eitthvað kringum pabba sinn. Eitthvað voru þeir fyrir honum og allt í einu gargar hann á elsta strákinn (þennan 7 ára) "hvað er þetta, taktu bróður þinn og farið að gera eitthvað, komið ykkur í burtu, við erum að vinna!!". Soldið slakari í barnagæslunni en við ;-)

1 comment:

Stina Maja said...

Sæl.

Matthías er mikið að tala um það þessa dagana að hann sakni Orra vinar síns mikið og hlakki til að sjá hann aftur í haust. Eruð þið að flytja heim þá? Efnahagsástandið er nú ekki upp á markga fiska ef hægt er að segja svo. Mikið hafið þið það gott og gaman, ég hef kíkt á ykkur af og til. Mig hefur alltaf langað til S-Ameríku en aldrei farið sunnar en Mexíkó. Kannski einn daginn …
Gangi ykkur vel og hafið það sem best.

Bestu kveðjur
Stína Maja (mamma Matthíasar)