Tuesday, April 21, 2009

Litlir kláfar


Í Santiago eru þessir litlu kláfar sem við fórum í. Þeir líta út fyrir að vera tveggja manna, en kláfakallinn (hvaða starfsheiti hafa þessir menn..??) hann tróð okkur öllum fimm blákalt inn í einn pínulítinn klefa og renndi okkur af stað. Rétt áður en kláfurinn fór út af pallinum stoppaði maðurinn hann aðeins og horfði efins upp á vírinn sem heldur draslinu upp, virtist vera í rökræðum við sjálfan sig í nokkrar sekúndur áður en hann skutlaði okkur af stað meðan hann horfði spenntur á vírinn. I was not amused!!.. allavegar fyrr en ég var komin út á þetta og ákvað að það væri ekkert annað að gera í stöðunni en að njóta útsýnisins. Sá einhvern tíma spakmæli sem segir: "worrying is lika sitting in a rockingchair, it gives you something to do, but dosn´t get you anywhere". Ansi gott.

No comments: