Sunday, April 5, 2009

El Calafate


Í El Calafate, sem er ofsalega fallegur bær, húsin mörg hver bjálkahús og miðbærinn minnir eiginlega á jólaþorp, enda kuldinn eftir því. Dálítil viðbrigði við hitann í Buenos Aires, að maður tali nú ekki um Brasilíu! Heimsóknin að jöklinum var hápunkturinn okkar í þessu stoppi, fórum að honum í gær og það svoleiðis pissringdi á okkur! Rútuferð að jöklinum (sem kallast Perito Moreno og er vinsælasti ferðastaður heimamanna og einn stærsti jökull Suður-Ameríku) og bátsferð að jöklinum fyrst. Þar urðum við gegnblaut, en svo gönguferð á „boardwalk“ til að komast ansi nálægt jöklinum. Hann er svakalega fallegur og hljóðin sem hann gefur frá sér eru rosalegar drunur, þegar stórir klumpar hrynja úr honum í Lago Argentína, stærsta vatn Argentínu. Jökullinn skríður fram 2 metra á hverjum degi og er alltaf að stækka, einn af fáum skriðjöklum í heimi sem er að stækka. Við sáum stóran ísklump hrynja í vatnið með svakalegum skvettum og vorum ansi sátt!! Svo fórum við að fá okkur heitt kakó, enda ÓGEÐSLEGA kalt!!

No comments: