Thursday, July 9, 2009

Huaca Pucllana



Við fórum að skoða þessar frægu rústir í miðborg Lima í fyrradag en þetta er heilagur staður sem byggður var um 5-800 eftir Krist. Þetta er gegnheill pýramídi (þeir eru nokkrir í Perú) og svo torg og nokkur fleiri mannvirki. Þetta tilheyrði Lima-kúlturnum, en það er flokkur sem var sem sagt uppi milli 5-800 eftir Krist. Staðurinn var notaður sem fórnarstaður fyrir guðina, þó sjaldan sem mannlegar fórnir voru færðar, "eingöngu" gert á tuttugu ára fresti, og þá alltaf ung stúlka á aldrinum 12-25 ára, því þær þóttu svo hreinar. Svæðið var mun stærra áður, en var ekki farið að varðveita það fyrr en kringum 1980, svo það er búið að byggja yfir þó nokkuð af rústunum. Svo á tímabili (held kringum 1960) þótti voða gaman að halda mótórhjólakeppnir á pýramídanum og þar í kring. Núna er hins vegar mikið kapp lagt í að vernda svæðið og endurreisa það sem hefur hrunið. Þetta er allt gert úr steinum sem þeir bjuggu sjálfir til, úr leir og skeljum og það sem hefur hjálpað til við að vernda þetta er að það rignir eiginlega aldrei í Lima. Síðast rigndi fyrir alvöru hér 1971, en annars er þetta bara örlítill úði. Ef það yrði hins vegar alvöru íslensk rignng hér, tæki það ekki nema svona viku að eyðileggja byggingarnar! Vissuð þið að Lima er önnur þurrasta höfuðborg í heimi? Sú þurrasta er Kairó.

Við erum að pakka núna og klára síðustu kettlebells-póstana fyrir næsta ferðalag. Förum í flug í nótt/fyrramálið og eftir 12 tíma flug erum við í Madrid!! Allir orðnir spenntir og þó er ansi skrítin tilfinning að vera að fara frá Suður-Ameríku eftir þennan tíma. Það sem ég hlakka furðurlega mikið til, er að upplifa aftur að klósettpappír sé sjálfsagður á klósettum og að það megi líka setja hann í klósettið!! The little things often matter a lot... Gleymi því til dæmis aldrei hversu óstjórnlega glöð ég varð á flugvellinum í Kína þegar ég sá hvítt postulínsklósett!! Eftir að hafa notast við göt í jörðina í nokkra daga, þá er þetta hlutur sem gleður þig!!

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er FLOTT

Kv. Guðmundur

Anonymous said...

Leika þarnæsta miðvikudag Viktor?

Kv. Guðmundur