Tuesday, July 7, 2009

Apríkósa í baði


Hundurinn sem húseigendur eiga (sem er hvítur í 5 mín eftir þvott og svo strax orðin grá og moldug) er hér í þvotti í garðinum. Þarna er yngsta dóttirin að sinna skylduverkinu sínu, þá þurfti hún að tölta niður í garð með ca 20 lítra af vatni í flöskum og hundasjampó og svo var bara baðtími, þar sem þessi annars óhlýðni og hressi hundur stóð grafkyrr og lét þvo sér hátt og lágt. Þessa stelpu höfum við grunaða um að þykjast ekki skilja okkur, hún er oft að passa "gistihúsið" og þegar okkur vantar eitthvað, undirbúum við okkur með orðabókinni, berum orðin vandlega fram, tölum hægt og skýrt, en allt kemur fyrir ekki, hún þykist ekkert skilja, hlustar samt í nokkrar mínútur og segir svo: "no! .... ehe.." og sækir aðra systur. Hún er samt voða greindarleg stúlka... nema þegar við tölum.. þá virkar hún barasta greindarskert. En kannski erum það bara við sem erum smá skert... eða spænskan okkar í það minnsta..

No comments: