Wednesday, July 1, 2009

Spennandi matur og fleira..



Við fórum út að borða síðasta laugardag, á alveg frábæran veitingastað hér nálægt. Yfirleitt höfum við nú eldað sjálf hér í Arequipa, en fyrst við vorum á þjóðlegum og góðum stað, þá ákvað Gaui að prófa enn einu sinni að panta naggrís og í þetta sinn var hann heppinn. Hann fékk hann í heilu lagi, haus, klær og alles, eins og hann hafði lesið um í bókunum. Jummíjummí!! Eða jukkíjukkí... þarna er kvikindið og bragðið: "tasted like chicken". Sumir halda að þetta sé þjóðarrétturinn, en það er ekki svo, þetta er bara algengur réttur hjá fátækari hluta þjóðarinnar, því þetta er ódýrt kjöt og auðvelt í framleiðslu. Við hin fengum okkur alpacasteikur og súpu, æðislega gott.

Það er ansi mikill órói hér í Perú núna sem við verðum svo sem ekki mikið vör við nema af því við erum að fara að ferðast, mikið um verkföll og vegatálma. Við höfum farið fram og tilbaka í ákvörðunum um hvort við getum farið til Cusco (og þaðan til Machu Picchu) eða ekki. Maður fær alls staðar mismunandi svör og fáránlega erfitt að komast að einhverju traustu í þessum málum. Það veit bara enginn neitt. Svo nú er allavega planið að fara til Cusco á morgun (miðvikudag) og treysta á að við komumst alla leið án tafa eða vegatálma. Mótmælin og verkföllin eru friðsæl, svo það eru engar áhyggjur þar. Bara frekar erfitt ef rútuferðin, sem á að taka 11 tíma, lengist mikið, þá er þetta ekkert voða gaman. En við sjáum til. Látum vita og sendið góða strauma!

6 comments:

Anonymous said...

Og fannst þér þetta gott?

Kv. Guðmundur

Vala said...

Alveg eins og mjór kjúlli!! Við sáum svona dýr í dag, lifandi, og þetta eru bara naggrísir, eins og eru sem gæludýr heima!

Anonymous said...

Hef fylgst með þessu frábæra ævintýri ykkar og legg til að þið gefið út bók þegar heim kemur! Verður gaman að hitta ykkur aftur í Mosó.
Kv.Vilborg

Vala said...

Hæ Vilborg, en gaman að heyra að þú hafir fylgst með okkur!! Komum heim 21 júlí, eftir næstum árs ferðalag í Mið og Suður Ameríku. Verður yyyyyndislegt að koma heim :)

Anonymous said...

Frábært Gaui minn, ekkert annad. Hvada rett finniru næst? Bíd spenntur! Kvedja, Kiddi G.

Unknown said...

ooooj ooooj. ég átti einu sinni naggrís, get ekki horft á þessa mynd ! haha