Tuesday, May 5, 2009

Tupiza - Uyuni í Bólivíu


Vid tókum bus frá Tupiza til Uyuni. Tupiza var litill og hrar bær, eins og felst er í sveitum Bolivíu, litid um liti hér. En fólkid í Tupiza var glaðlegt, þó það væri alvarlegt og maður fann hjálpsemina og umhyggjuna fyrir sér og sínum. Ferðalagid til Uyuni var gegnum gríðarlega fallega náttúru og um leid svakalega þurra náttúru og óblíða. Þetta var þokkalega hressandi vegur, miklar sveigjur og ef það var ekki gil hægra megin, þá mátti bóka að það væri vinstra megin! Bílstjórinn keyrði eins og herforingi. Við keyrðum yfir sléttur og fjöll, en vegurinn var í ágætis standi, mun betri en við í raun bjuggumst við, eftir það sem við höfðum lesið. Það er líklega góður tími núna að ferðast á vegunum, regntíminn liðinn og vegurinn því nokkuð heill, eftir viðgerðir. Alls staðar á sléttunni eru litlir harðgerðir runnar og kaktusar, brúnn sandur á milli þeirra og svo hér og þar liggja naut eða asnar í leti. Dýrin eru vísan á mannabústaði í nánd, sem þegar þeir koma í ljós, eru leirkofar, yfirleitt vatns- og rafmagnslausir. Alveg ótrúlegt stundum að fólk búi í þessum kofum, en oft hanga föt á snúru fyrir utan, sem ég myndi taka sem tákn um stolt og dugnað, því það er sko ekki auðvelt að lifa þarna. Við erum einu „gringó-arnir“ í rútunni, aðrir innfæddir og öðru hvoru kemur einhver röltandi fram í rútu, bankar á gluggann hjá bílstjóranum og það er þá merki um að eigi að stoppa. Eiginlega „in the middle of nowhere“. Furðulegt að hugsa til þess að meiri hluti Bólivíu-búa hafi í raun lifað á þessum sléttum og fjalllendi.

No comments: