Monday, May 18, 2009

Aftur on the road


Í dag leggjum við aftur í hann, eftir tvær góðar vikur hér í Lima. Það verður að viðurkennast að ferðahugurinn er ekki mikill, þetta hostel einstaklega skemmtilegt og margt sem strákarnir hafa getað dundað við, gott net og sæmilegt eldhús. "Veeeeerððum við að fara, getum við ekki verið hér í tvær vikur í viðbót??" heyrðist mikið í gær, en við hljómum eins og sígaunar, "já, ævintýrin bíða okkar, off we go, pakka, pakka, pakka". Það verður gott að komast í íbúðina í Ariqipa, þar sem verðum í 5 vikur, ætlum að æfa vel og njóta Perú. Fram að því stoppi er planið svona: Leggjum af stað í dag til Paracas, höfum hostel þar í tvær nætur og munum fara í siglingu út í Ballestas eyjurnar, en þær eru smærri útgáfa af Galapagos-eyjunum, mikið dýralíf og sérstakt. Daginn eftir förum við til Ica og þaðan í hostel nálægt sem er í eyðimörkinni. Þar verðum við tvo daga og munum prófa "sandboarding" sem er sem sagt að renna sér á brettum í sandinum í stað snjós, og svo eru þarna toffærubílar sem taka mann í skemmtilegan toffæru-túr í eyðimörkinni, sem er bara eins og í Tinna-bókunum, sandhóll eftir sandhól. Allavega samkvæmt myndum, sjáum til hvernig þetta er í alvöru, myndir geta verið skemmtilega blekkjandi, eins og allir sem hafa skoðað hótela/hostela og jafnvel fasteignaauglýsingar... Svo eftir tvo daga í Ica er stefnan tekin á Nazca þar sem við skoðum línurnar sem voru gerðar fyrir nokkur þúsund árum og eru dýramyndir. Ýmsar tilgátur uppi um hvers vegna og hvernig, en allir eru þó sammála um að þetta eru ein dularfyllstu fyrirbæri á jörðinni. Svo við skoðum þær og hlökkum til þess. Eftir daginn í Nazca er það svo Ariqipa, í 5 vikur. Og annað hvort tökum ferð til Machu Picchu meðan við erum í Ariqipa, eða það sem er líklegra, eftir Ariqipa.

Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Helsta actionið núna eru tölvupóstar að heiman, því við erum að taka við skráningum fyrir næsta vetur í kb-tímum (sem er ferlega gaman og fólk duglegt að skrá sig!!) og svo stendur Eurovision uppúr þessa helgina. Við náðum keppninni á stöð frá Spáni, þeim gekk nú ekkert allt of vel greyjunum, eftir keppnina var langur sjónvarpsþáttur þar sem þeir greindu allt í ræmur og bara skildu ekki í þessu, sýndu lagið sitt aftur og aftur og aftur "common and take me, common and shake me!!" náttúrulega eðallag og ótrúlegt að svona djúpur boðskapur skyldi ekki rata hærra. Ekki það að við höfum oft haft djúpan boðskap í okkar lögum, en mikið svakalega var hún Jóhanna okkar flott og fín!!! Syngur æðislega þessi stelpa og við fögnuðum hástöfum í hvert sinn sem við fengum stig, svo það voru læææææti í okkur hér í Lima á laugardag :)

Í gær var okkur boðið í grill í ekta "Country Club". Það var upplifun að keyra gegnum fátækrahverfin hér (með bílstjóra sem var sendur til að sækja okkur, Jeremías... hann hét það sem sagt, bílstjórinn..) og keyra svo allt í einu að háum vegg, þar sem öryggishlið með vörðum var, keyra í gegn og þá vorum við bara komin í græna fallega pardís með fallegum húsum, vel máluðum og allt snyrtilegt. Þarna voru tvær sundlaugar, golfvöllur, leiksvæði með trampólíni og hoppikastala, fótboltavöllur, squash-vellir þar sem notaðir eru tré-spaðar og stór bolti svo þeir kalla þetta eitthvað f.. sem ég man ekki en það virkaði mjög skemmtilegt og þarna var bara allt til alls. Og hvað vorum við túristarnir að gera þarna í paradís "betur-settra heimamanna", jú, maður sem við höfum kynnst hér gegnum CrossFit klúbbinn bauð okkur að koma. Þetta er blaðamaður, heitir Gustavo Corriti og er ofsalega viðkunnalegur maður. Getið googlað nafniðhans, svaka saga þarna á bakvið, er rannsóknarblaðamaður og mikill mannréttindabaráttumáður. Hefur upplifað ýmislegt um ævina. Við eyddum deginum þarna með honum, konunni hans og tveimur dætrum, heilmikið spjallað, leikið og borðað. Enn ein ástæða fyrir að strákarnir vilja vera lengur í Lima, þetta var æðislegt svæði og þeir vilja koma aftur.
Það er gaman að sjá hvað þeir sem búa hér gera, taka þátt í venjulegum sunnudegi, það var allt fullt af fjölskyldum þarna, allir að slaka á og njóta þess að vera saman. Eftir að hafa séð mikla fátækt, betlara, fólk sem bara situr á umferðareyjum, jafnvel heilu fjölskyldurnar og bara hanga allan daginn, gera ekki neitt nema að reykja, þá var gott að taka þátt í svona fallegum degi í fallegu umhverfi. Sumir myndu kannski segja "uss, þetta er tilbúinn heimur, ekki ekta", en hreysin og ruslið eru lika búin til, og ég veit ekki hvort það sé eitthvað meira ekta, bara af því þar er fátækt, uppgjöf og vonleysi... Alls ekki að segja að þetta sé meiri hluti Perú-búa sem er fátækur, en það er mikil stéttaskipting hér og fátækt er víða. Aaaaaallavega nutum við dagsins og það var gott að komast burtu úr áreitinu sem getur verið á erlenda ferðamenn hér. Þetta hljómar kannski skelfilega, en það er það ekki. Maður getur bara orðið þreyttur á að vera alltaf öðruvísi, og eftir 9 mánuði í að vera öðruvísi, var gott að fá dag þar sem við vorum bara pínkulítið öðruvísi!
Með myndina hér í þessari færslu, hún kemur til að sýna ykkur hvernig týpiskur bíll lítur út hér, alltaf einhver beygla og yfirleitt fleiri en ein, skil ekki hvernig fólk tímir að fara út í umferðina á nýjum bílum. Konan er týpísk sveitakona hér í norður hluta Suður-Ameríku, og við erum að fara úr stórborginni og út á land, þar sem þessi klæðnaður mun líklega aftur verða algengur. Mjög lítið um svona klæðnað samt í höfuðborg Perú. Hins vegar í La Paz og allri Bólivíu var allt vaðandi í svona klæddum konum, bæði í borg og í sveit líka. Er að spá í að fá mér svona dress... gott að þjálfa í þessu. We´re on the road again.....

3 comments:

Anonymous said...

Komið þið heim 23. júlí?

Kv. Guðmundur

Vala said...

nei 21 en komum í mosfellsbæ 22

kv Viktor

Anonymous said...

JJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJEEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII:D


Kv. Guðmundur